Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 112
90
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimheiðin
Þórunrt (gengur að rúmi sinu og tekur upp prjóna): Ja, ekki
veit ég hvar þetta ætlar að lenda. Það var svo sem auðvitað að
það mundi aldrei blessast að hafa.þær á sama heimili. Ó, já!
Sólueig (kemur upp): Maddaman biður þig að koma fram
að borða.
Þórunn: Nú, já. Ja, heldur hefði ég nú kosið að fá askinn
minn hingað upp eins og forðum daga.
Sólveig: Nýir siðir með nýjum herrum.
Þórunn: Ja, mér hefur nú aldrei liðið betur hér en meðan
þú stjórnaðir heimilinu.
Sólvcig: Hafi ég einhverntíma sýnt þér notalegheit, Þór-
unn mín, þá hefur þú endurgoldið það fyrir löngu.
Þórunn: Ég er orðin gömul og farlama, og get ekki goldið
neitt, en bænir mínar skulu fylgja þér.
Sólveig: Já, minstu mín í bænum þínum. Ekki mun of
veita.
Þórunn: Ha? Hvað ertu að segja?
Sólveig: Allir hafa gott af því, að einhver biðji fyrir þeim.
ekki sízt ég, hin bersynduga kona.
Þórunn: Þú hefur ekkert að óttast, Sólveig mín. Þú hefnr
margt góðverkið gert um dagana. (Gengur fram að loftsgat'
inu og segir i stiganum): Og sá er ríkur og máttugur, sein
geldur fyrir góðverkin. (Fer.)
Sólveig (við sjálfa sig): Hún finnur vel, hvað við hana el
átt, gamla konan. Hún er tilfinninganæm, . .. eins og fleiri-
— Hún talaði um góðverk. Meðvitundin um það að hafn
látið eitthvað gott af sér leiða er ríkulegt endurgjald. (Þögn-)
Já, góðverkin hafa sín laun í sér fólgin, en illverkin sína
refsingu.
Jón Steingrímsson (kemnr upp, auðsjáanlega frá gegninQ'
um): Hvar er hitt fólkið?
Sólveig: Það er frammi að borða.
Jón Steingrimsson: Nú, — en þú?
Sólveig: Ég borða á eftir, um leið og ég tek til.
Jón Steingrímsson: Önnur var þín æfi.
Sólveig: Það eru nú fleiri en ég, sem mega muna tvenna sei'
ina. (Þögn.) Annars stendur nú til að ég fari héðan bráðlega-
Jón Steingrímsson: Hvað hefur komið fyrir?