Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 146
124
RITSJÁ
EIMREIÐIN
Rís Norcgur
frá rótum hjarga
brimi sorfnum
til svanhvítra jökla.
Svo iiófst Ólafur
af sævikingi
lil hæstu dýrðar
með himna jöfri.
Þá er og prcntað þarna ávarp Guðfræðideildar Háskóla íslands, flutt af
Ásmundi Guðmundssyni i Niðaróss-dómkirkju, ennfremur lieillaskeyti f
Alþingi og ungmennafélögum Yestfjarða.
Við lestur þessa myndarlega minningarrits, sem er samið og útgefiö
undir ritstjórn Ólafs prófessors Kolsrud, minnist maður þess, að enn eI’
ekkert minningarrit á ferðinni frá merkustu hátíð, sem nokkurntíma hefur
verið haldin á íslandi, 1000 ára liátíð alþingis 1030. Má það sannarlega
ekki dragast lengi úr þessu, að unnið sé að slíku riti, ef ekki á að fvrnast
yfir athurði þessarar miklu þjóðhátíðar. Að visu má gera ráð fyrlr að öll
ávörp erlendra og innlendra fulltrúa séu varðveitt í liandriti, auk þess
sem blöð og tímarit geyma inargar lieimildir um hana. En þvi lengr!l
sem frá líður, verður erfiðara að safna þessu og raða í eina samsta’ða
heild. Minningarritið þarf að semja og gefa út sem allra fyrst.
1 ellefta árgangi af „Norvegia Sacra“ er meðal annars merkileg ritgcrð
um sögu og „symholik“ altarisljósanna og önnur um norska Grænlands-
trúhoðann Jörgen Sverdrup. Tólfti árgangur flytur ineðal annars langa
greinargerð um norskar sálmabækur, sögu þeirra og sérkenni. Þeir, scm
fylgjast vilja með kirkjumálum Noregs, þurfa að kynna sér þetta veglega rit-
Sv. S.
FIMMTÍU ÁRA MINNINGARBLAÐ LÖGBERGS. Ilinn 14. janúar
var merkisdagur í sögu íslendinga í Vesturheimi, því þá var stofnað viku
hlaðið l.ögherg, sem hefur síðan í fimmtíu ár verið, ásamt vikuhlaðin11
Heimskringlu, vörður og verndari islenzks máls og menningar í Vestui
heimi og á vonandi eftir að verða það enn um langt skeið. í tilefni finun'
tíu ára afmælis blaðsins kom það út mjög prýðilegt og fjölhreytt h11111
22. dezemher síðastl., og mun það númer blaðsins vera eitthvert stæis*'1
eintak af islenzku blaði, sem nokkurn tíma hefur út komið. Flytur l,ai
fjölda ritgerða eftir ýmsa nafnkunna Vestur-íslendinga, kvæði, sögul
o. fl., auk fjölda mynda. Árnaðaróskir í tilefni af afmælinu eru hiit ir
þarna frá ýmsum merkum mönnum. Þar á meðal eru mjög hlýleg a'111 *
frá landsstjóra Iíanada, Tweedsmuir lávarði, forsætisráðherra Kana<*a
W. L. Mackenzie King, forsætisráðherra íslands, forsætisráðherra Mal1
tohafylkis, horgarastjóra Winnipeg o. s. frv. Forsíða blaðsins er
litum, með islenzka fánanum efst á hlaði og þjóðsöng íslands í ini®jU
Það er yfir þessu afmælishlaði Lögbcrgs sá myndarhragur, að til s<>11 ^
er útgefenduin og ritstj. Einar P. .Tónsson, núverandi ritstj. blaðsins, *'cl1^.
í kvæði sínu, Draumurinn, sem hirt er i afmælisblaðinu, þannig að 011
í draumnum skapast alt dýrðlegt og hátt,
liver djarfmannleg hugsun og lífsins sátt
við andróðra árs og tíða.