Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 126
104
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
Þórunn: Hvað skyldi annars vera orðið af honuin Jóni’
Það er orðið langt síðan maður hefur frétt nokkuð af honuni-
Guðlaug: Fluttist hann ekki eitthvað suður á land?
Þórunn: Já, hann fór eitthvað suður. Hann hefur ekki
komið til Norðurlands siðan hann fór héðan.
Guðlaug: Skyldi hann vera giftur?
Þórunn: Ólíklegt er það. Hann fékk ekki það, sem hann
vildi og vill aldrei það, sem hann fær. Hann var svoleiðis
maður.
GuÖlaug: O! Margur hefur fengið eitt hryggbrot og lifa®
það af. Að minsta kosti varð honum Árna ekki meint af þvl’
þegar ég var að hryggbrjóta hann hérna á árunum. Hann
byrjaði bara aftur og hélt áfram, þangað til ég lét undan-
Þórunn: Já, en menn eru nú misjafnlega gerðir.
Guðlaug: Það er nú satt. Honum var líka vorkunn, hon-
um Jóni, því að þetta var alt svo hörmulega flækt mál.
Þórunn: Já, það var hörmulegt, hvernig það fór. Það val
engin furða, þótt Jón vildi ekki vera hér lengur.
Guölaug: Maður ætti ekki að vera að hugsa um það, sem el
löngu liðið. Það er bezt geymt í gleymskunni.
Þórunn: Færi betur að allir gætu gleymt því. (ÞögnJ ^1
Árni ekki kominn inn enn þá?
Guðlaug: Hann var ekki kominn inn áðan, þegar ég var
frammi, en fjármaðurinn var kominn og fjósamaðurinn °o
mjaltastúlkan. Árni hefur sennilega verið að líta eftir hest
unum, en hann hlýtur að vera kominn inn núna.
Þórunn: Það er margt, sein ráðsmaður á svona stóru ói11
þarf að líta eftir.
Guðlaug: Árni litur eftir því, sem hann á að gera. Það er
óhætt um það. Ég hef líka heyrt prestinn segja það sjálfan’
að hann skifti ekki um ráðsmann, á meðan Árni vilji vda-
Þórunn: Það er trúlegt, -—- enda þarf séra Oddur að ha^j
einhvern mann, sem hann getur trúað fyrir búinu, ÞV1 ‘ .
bæði er hann sjálfur oft fjarverandi og svo er hann e''*vl
sterkur til heilsunnar.
Guðlaug: Hann þarf heldur ekkert um þetta að sýsla-
Maddaman sér um sín verk, — og Árni sér um sín. Það er held-
ur enginn vandi að koma einhverju í verk, þegar nóg er til a