Eimreiðin - 01.01.1938, Blaðsíða 72
50
BJARGVÆTTUR
eimreiðin
Má þar til nefna silungaklak, frið-
un smásilunga, friðun riðstöðva,
takmörkun dorgarveiði, útrýmingu
Veiðivarga og lágmark möskvastierð-
ar Jagneta. Auk þess má nefna af-
skifti hans og haráttu fyrir óskert-
um veiðirétti vatnsbæjajarðanna.
Af bréfi, er hann ritaði til fú'
lagsbræðra sinna tveim árum fyrir
andlát sitt, sést, að enn er hann
jafn að áhuga og bjartsýni, og ser,
þó silungaklakið væri þá búið að
sanna gildi sitt, hvarvetna ný við-
fangsefni og óleyst vandamál, sem
bíði úriausnar. Hann vakir á verði,
horfir fram á leið. Er liann lét af
formannsstörfum 1922, var hann
gerður að lieiðursfélaga og sænidur
gjöfum. Eigi skal rakið nánar hið
merka og mikla starf hans á þessu
sviði, en látið nægja að benda á rit-
gerðir ]iær og upplýsingar um þessi mál, er dr. Bjarni Sæmundsson birti i
Fiskirannsóknaskýrslum sínum í Andvara 1913—1926.
Stefán var einn þeirra manna, er mynduðu félagsskap um vatnsveitu
á engi úr Mývatni með stíflum í Laxá. Hann átti sæti í hreppsnefnd 1
sex ár, var deildarstjóri í Kaupfélagi Þingeyinga fimm ár og i sóknar-
nefnd í 16 ár, auk formensku Veiðifélagsins, sem áður er talið. Fer Stefán
þeim orðum um þau trúnaðarstörf sín i sjálfsæfisöguþætti, „að þetta se
eigi til að miklast af“ og af sér „hafi bekkurinn hvergi verið vel setinn ■
Má af þessum ummælum sjá, að hann hefur eigi verið yfirlætismaður.
En störf hans bera giegst vitni um trúmensku hans og hæfileika.
Af þessu, sem þegar liefur verið sagt, má sjá, að Stefán var merkui
maður, er gjörði hvorttveggja: að eiga verkleg og andlcg áhugamál og vinna
að þeim með trúmensku, jafnframt þvi er hann annaðist liin nauðsyu'
legu lieimilisstörf.
Stefán andaðist 5. febrúar 1929.
Samkvæmt tilmælum systur sinnar, Guðbjargar Stefáns-
dóttur i Garði, ritaði Stefán upp frásögn um björgun sína a
mönnum úr lifsháska. Setti hann fx-ásögn sina fram í sendi'
bréfsformi. Bréf þetta, dagsett 28. september 1919, hefði ég
margra hluta vegna kosið að birtist hér óbreytt, en vegna þeSS
að unt var að stytta það að mun án þess efni þess breyttist,
hef ég telcist það á hendur, svo varðveitast megi frá gleynisku
Stefán Stefánsson.