Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1938, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1938, Page 26
4 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimrbiðin En menn gleyma því oftast, að starf vísindamannanna er lika fólgið í því að bæta og fegra þennan heim, ryðja sannleikanum braut. Það er hlutverk vísindanna, og að því hlutverki er unnið kappsamlega í kyrþey. Það hefur verið venja hér í Eimreiðinni um margra ára skeið að gefa í fyrsta hefti hvers árs stutt yfirlit um afkomu og hag þjóðarinnar á liðna árinu, drepa á helztu ísland 1937. viðburði þess o. s. frv. Þessu stutta yfirliti er á Stutt yfirlit. engan hátt ætlað að koma í stað daglegra frétta blaðanna, heldur er hér á örfáum blaðsíðum dregið saman i eina heild liið helzta um afkomu og atburði liðna ársins, fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki fylgjast með hinum daglegu fréttum, fyrir þá, sem fjær dvelja, og þá fyrs^ og fremst íslendinga erlendis, og fyrir þá, sem óska að fá ar- lega útsýn yfir atvinnulífið og afkomuna i heild. Þess vegna hefur verið leitast við að afla jafnan sem áreiðanlegastra upP' lýsinga í öllum atriðum, sem á er minst, hjá þeim stofnunum eða forstöðumönnum þeirra sjálfum, sem þessi mál hafa með höndum, eða farið eftir prentuðum heimildum þeirra, sem fyr11 kunna að liggja á hverjum tíma. Má í því sambandi geta með þakklæti ýmsra opinberra og hálfopinberra stofnana, fyrst og fremst Hagstofu Islands, ennfremur Fiskifélags íslands, Bun- aðarfélagsins, forstöðumanna síma-, vega- og vitamála o. ík Yfirlitinu er þá einnig þannig hagað, að nokkurt sanirsenu verði í frásögninni um það, sem á er drepið, þannig að fylgjnsl megi með árlegum breytingum á hag þjóðarinnar, svo að nokk- ur samfeld heimild safnist um, ár frá ári. Veðráttan á árinu 1937 var yfirleitt mild, en sumarið sunn- an lands og vestan eitthvert hið votviðrasamasta, sem lconiið hefur á þessari öld. Kom það sér illa fyrir land- Veðráttan. búnaðinn, því hey hröktust mjög, og varð nýting mjög slæm. Bezt varð sumarið á norð-austur hlutn landsins, enda varð heyskapur þar góður. Stormasamt mj°S var fyrstu tvo mánuði ársins og einnig að haustinu, en yf11' leitt snjólétt nema í byrjun ársins. Hafís sást við Horn og víð- ar við Vestfirði í byrjun júnímánaðar, en varð aldrei land- fastur og hvarf eftir fáa daga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.