Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1938, Side 102

Eimreiðin - 01.01.1938, Side 102
80 NAPÓLEON AUSTURLANDA eimbeiðin frú Kung, kona fjármálaráðherrans. Soong-systurnar þrjár hafa mikið vald og kunna vel að fara með það. Chiang-Kai-Shek hefur orðið að þola margskonar auðmýk- ingar af Japönum síðan hann varð forseti og einvaldur í Kína. Þeir tóku Manchuríu og stofnuðu þar Manchukuo-ríkið. í Kína voru sífeldar innanlandsóeirðir. Ræningjar gerðu þar mikinn usla og kommúnistar uppreisnir. Kínverska stjórnin átti fult í fangi með að slilla til friðar. Árið 1934 gersigruðu 30 000 japanskir hermenn 300 000 Kínverja í Norður-Kína. Þetta gerð- ist skamt fyrir utan höfuðborgina Peiping, hjá þorpinu Tangku, og þangað sendi Chiang æðstu menn kínverska hersins til þess að semja frið við Japani. Kínversku liðsfoiángjarnir urðu að fara fótgangandi til japönsku herstöðvanna og híða tímunum saman í steikjandi sólarhitanum áður en japönsku hermönn- unum þóknaðist að hleypa þeim inn fyrir varnarvirkin. Og þarna urðu kínversku foringjarnir að semja um vopnahlé við japanska hermenn, sem voru miklu lægri að hernaðarlegum metorðum en þeir sjálfir. Enda varð vopnahléssamningurinn í Tangku Kínverjum mikill álitshnekkir og ýtti undir Japani og Kóreubúa, svo að frekja þeirra og yfirgangur í Norður- Kína jókst stórum næstu mánuðina eftir vopnahléið. Vorið 1936 var smyglað inn frá Japan sykri, gervisilki og vindlinga- pappír, og vörur þessar seldar opinberlega í Peiping fyrir minna verð en kínverska tollinum nam, sem á þær hefði átt að leggja. Með kínversku ríkisjárnbrautunum var smyglað vörum daglega inn í Norður-Kína frá japanska keisaradæm- inu Manchukuo. Þetta var í hæsta máta auðmýkjandi fyrir kín- versku stjórnina, og sú auðmýking náði hámarki sínu þegar Japanir neyddu kinverska embættismenn til að afvopna sína eigin tollverði, og þegar japanska flotastjórnin lýsti því yfir> að ef kínverskir tollgæzlumenn skiftu sér nokkuð af japönsk- um eða kóreönskum smyglaraskipum, „mundi það verða slcoð- að sem hvert annað sjórán á höfum úti og sæta sömu refsingu og slík rán“. Þó að kínverska stjórnin fengi þannig hvert höggið á fætur öðru framan í sig, þá var Chiang altaf jafn undanlátssamur við Japani. Hann lét meira að segja kínversku lögregluna refsa kinverskum stúdenlum fvrir það, að þeir höfðu efnt til inót-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.