Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 12
356
LEYNDARDÓMURINN
eimreiðin
ljóslega í lífi og starfi eins ákveðins manns, sem veitir þeim
út á meðal meðbræðra sinna. Þessir menn eru einskonar brenni-
deplar í lifi mannkynsins. Þegar sólargeislarnir safnast í
brennigler, margfaldast þeir að áhrifamagni. Svo fer um geisl-
ana frá alvitund guðdómsins, sem ávalt streyma til vor eins
og geislar sólarinnar, —- þegar þeir safnast í þessa brennidepla.
Andi guðdómsins flæðir altaf umhverfis oss, en vér verðum
hans ekki varir fyr en alt í einu að vér sjáum hann opinberast
í lífi einhvers manns eða ef til "sill á opnu einhverrar bókar,
alveg eins og vér nemum ekld ljósgeislann, sem fer sína ósýni-
legu braut um rúmið, fvr en hann staðnæmist við einhverja
fyrirstöðu.
Mynd sú, sem menn gera sér venjulega í hugarlund af Kristi,
er æði draumórakend. Venjulega er Kristur í hugum mann-
anna eins og þeir óska að hann sé, en ekki eins og hann i
rauninni var. Svo er ætíð farið hugmyndum manna um hvaða
afburðasnilling sem er. Mér hefur veizt sú hamingja að koni-
ast í kynni við nokkra slíka afburðamenn og hef veitt þv>
athygli hve margir, sem hafa orðið á vegi slíkra manna, hafa
misskilið þá. Um þá hafa í lifanda lífi myndast furðulegar
sagnir og ævintýr, og má þá nærri geta hvað verði að þeim
látnum.
Vér megum ekki gleyma því, að Jesús var fæddur af for-
eldrum, sem voru óþekt alþýðufólk. Það er nægileg skýring
á því, hve lítið er kunnugt um bernsku hans og æsku. Hann
hefur lengst af verið talinn i heiminn kominn samkvæmt sér-
stakri ráðstöfun guðs, til að inna af hendi háleita köllun, talinn
að standa i sérstöku skvldleikasambandi við guð, sambandi,
sem enginn annar hafði nokkru sinni áður eða síðar staðið i
og enginn mun geta staðið í nema hann. Þess vegna er hann
nefndur sonur guðs.
Meyjarfæðingin hefur verið ein af trúarsetningum kirkj-
unnar. Sú trú er ekkert einsdæmi. Hún kemur fyrir víðar fyr
á tímum. Egyptar trúðu því, að fleiri en einn hinna fornu guða
þeirra, svo sem Osiris, hafi fæðst undir slíkum kringumstæð-
um. I öðrum trúarbrögðum eru sagnir um goðbornar verur,
fæddar af mey, en eigandi guð eða sólina að föður.------------
Þetta atriði skiftir ekki máli. Aðalatriðið er hitt: Hver var