Eimreiðin - 01.10.1939, Page 14
358
LEYNDARDÓMURINN
eimreiðin
skynja yanmátt vorn, vekja meðaumkun þeirra, svo þeir yrðu
fúsir til fararinnar.
Slíkar verur hafa því koinið frá œðri stjörnum og holdgast
hér á jörð. Þær höfðu gert það áður en Jesús fæddist, Buddha
og Osiris voru slíkir sendiboðar. Þegar slíkar æðri verur fæð-
ast í þennan heim, myndast um viðburðinn undraverðar og
dásamlega fagrar sagnir, svo sem sögnin um meyjarfæðing-
una. — —
Jesús steig hingað niður til vor frá einni slíkri stjörnu og
tók á sig jarðneskt hold. Hann gerði þetta af fúsuin og frjáls-
um vilja, af því hann þráði að mega hjálpa mannkyninu.
Jesús var ekki af þessum heimi. Hann kom frá stjörnu, þai’
sem menn lifa óendanlega æðra og fullkomnara lífi en hér á
jörð, lífi sem. að fegurð, göfgi, sannleika og vizku nálgast hina
æðstu fullkomnun almættisins.
En þegar slíkar verur koma hingað til vor jarðarbúa, þá
fórna þær sjálfum sér. Þær stíga niður á hið lága sveiflusvið
efnis, hugar og anda, sem einkennir jarðlíf vort, og afleiðingin
fyrir þær verður áköf þjáning. Jesús var krossfestur einnig
áður en hann var negldur á krossinn. Hann var krossfestur
áður í hug og anda og vissi þá líka fyrir, að jarðneskur lík-
ami sinn mundi sæta sömu örlögum, en þau voru honum minni
þjáning. Þær voldugu verur, sem valca yfir andlegri og efnis-
legri þróun lífsins hér á jörð og stjórna henni, höfðu einnig.
áður en Jesús tók á sig jarðneskan líkama og gerðist maðui',
sýnt honum mynd af því, hvað hann yrði að gera hér, hver
reynsla myndi mæta honum og hver afdrif hans yrðu í lok
hérvistar hans.
Jesús bauðst til að fórna sjálfum sér til þess að gróðursetja
frið í hjörtum inanna. — Hann vissi um það verk, sem hann
hafði tekist á hendur, en hann varð jafnframt að taka á sig
fjötra holdsins og undirgangast þá takmörkun á guðlegri vit-
und sinni og minni sínu, sem slíkri holdgun er samfara. En
takmörkunin var auðvitað aðeins stundleg, að því er hann
snerti.
Það sem kom fyrir Jesúm í bernsku hans og æsku skiftir
eklti máli fyrir oss, af því að þá hafði hann ekki hafið endur-
lausnarstarf sitt. Þetta tímabil í starfi hans var aðeins undir-