Eimreiðin - 01.10.1939, Page 17
eimheiðin
LEYNDARDÓMURINN
361
dultrúar, en hvorugt þetta var til í heimkynnum hans. En
nienningu Egyptalands hafði mjög hrörnað, er hann kom
þangað, og aðeins fátt eftir af þeim stórfeldu andlegu verð-
mætum, sem áður stóðu með blóma og frjómagnað höfðu lif
þjóðarinnar.
Hann nam og iðkaði þau fræði, sem honum voru kend. Hann
ferðaðist víða um héruð landsins. Nokkurn hluta tímans, sem
hann dvaldi í Egyptalandi, vann hann hina hörðustu og lítil-
mótlegustu erfiðisvinnu. Átján ára gamall hætti hann þeim
störfum og lagði eftir það eingöngu stund á andleg störf.
Hinir viðfrægu egypzku dulfræðaskólar opnuðu hinum útlenda
seskumanni hlið sin, og hann sökti sér niður i leyndardóma
þessara fornu fræðasetra.
Á Miðjarðarhafsströndinni komst hann í kynni við hópa
dulfræðaiðkenda, heimspekinga, nemenda og kennara, sem allir
leituðu sannleikans. Þetta var í borginni Alexandríu. í einu
þessu félagi dulspekinga, sem hann gekk í meðan hann var í
Álexandríu, var iðkuð bænagerð tvisvar á dag, í sólarupprás
°g við sólsetur. Um leið og sól kom upp báðu þeir um, að hugir
þeirra mættu tendrast af innra Ijósi andans. Og við sólsetur
var beðið um hinn djúpa frið, sem fylgir hugleiðingunni um
háleitustu sannindi lífsins.
Á þessum tímum var Alexandria miðstöð menningar sam-
Hðarinnar og lærdóms, en jafnframt mikil verzlunar- og sigl-
'Rgaborg. Skip komu og fóru, hlaðin korni og kryddvörum.
hessi skip héldu uppi siglingum ilð Róm, Grikkland og aðra
hluta Miðjarðarliafslandanna. Öðru hvoru komu skipaflotar
f''á Arabíu og Indlandi til suðurodda Suez-eiðisins, þar sem
næst varð komist Alexandríu að sunnan á sjó. Voru þannig
h'n fjörugustu viðskifti milli Alexandríu og Austurlanda, eink-
llm með krx'dd og silki frá Indlandi. Voru vörurnar fluttar
landveg til Alexandríu j'fir Suez-eiðið, eftir að þeim hafði verið
skipað þar í land.
Likön, sem greinilega eru af indverskum mönnum og kon-
um, hafa verið grafin úr rústunum í Memphis í Egyptalandi.
Lgyptar höfðu mikil viðskifti við Musiris, þar sem nú er hafn-
arborgin Cranganore á Suður-Indlandi. Móses getur um kanel-
hörk og kassíu, sem hafi verið notað idð fórnarsiði. Þetta voru