Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Page 24

Eimreiðin - 01.10.1939, Page 24
eimreiðin Finlandia. í dag eru tuttugu og eitt ár liðið síðan sjálfstæði Islands var viðurkent. Dagurinn í dag hefur verið ólíkur öllum öðr- um fullveldisdögum íslands. Fregnirnar um aðfarir Rússa á finskri grund hafa verið að berast inn í stofuna til mín í gssi' og í dag, á öldum ljósvakans, utan úr heimi. Öll hin venjulegu fullveldishátíðahöld hafa failið niður í dag. Islandia og Fin- landia, tveir stiltir strengir á hinni miklu fiðlu örlagavaldsins, ymja í dag samhljóða í sorg. Og nú hellist hið volduga tóna- regn Sibelíusar yfir umhverfið, frá útvarpinu. Finlandia líður framhjá í tónum: Sagan, þjóðin, landið — þúsund vatna landið í ljóma morgunsins, í skini kvöldsólarinnar. Elfur duna, lækir niða, vötn glampa i geislum sólar, og skógar hneigja trjákrónur sínar fyrir sumarþeynum. — Haustvindar hlása. Vetur gengur i garð. Stjörnubjört nótt yfir hrímguðum skógum og snævi þöktum víðáttum. En vor er í nánd! Leysing! Finlandia hefur varpað af scr okinu. Fyrir tuttugu og finnn árum var ég staddur á móti norrænna stúdenta. Finsku stúdentarnir höfðu fengið skipun frá æðstu stöðum um að sækja ekki þetta mót. En þeir komu.samt, buðu hættunum byrginn, mættu einbeittir og alvarlegir til þess að treysta hin norrænu tengsl. Ég sé þá í anda aftur í dag, þessa alvarlegu, ungu menn, með hina óslökkvandi frelsisþrá ólgandi í blóðinu, en ok harðstjórans á herðum. Því oki varpaði finska þjóðin af sér. En nú ógnar henni ofbeldið á ný. í dag hafa Norðurlandaþjóðirnar tjáð Finnum samúð sína og hluttekn- ingu. En hvað stoða orð gegn eldregni og vítisvélum? Ætlar hinn nýi skandinavismus að bíða skipbrot þegar til alvörunnar og athafnanna ltemur, eins og hinn gamli skandinavismus gerði á sínum tíma? Því verður svarað innan skamms. En Finlandia hefur í kvöld sýnt mér í tónnm harmsögu sína og sigursögu, þrá sína eftir frelsinu, viljann til að láta lífið fyrir frelsið. Megi slíkt hið sama eiga við um Islendinga í dag og alla daga- Því hver sem er reiðnbúinn að deyja fyrir frelsið, hann einn el frjáls. j dezcmber 1939. Sveinn Sigurðsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.