Eimreiðin - 01.10.1939, Page 30
374
DRAUMARNIR RÆTAST
eimreiðin
Er á leið nóttina slotaði veðrinu, og þegar menn næsta
morgun í birtingu fóru á stjá, var veðrið orðið skaplegt. En
sú sjón, er blasti við, var hin ömurlegasta. Um alt þorpið
mátti sjá spýtnasprek og bárujárnsplötur úr brotnum og
sködduðum lnisum. Og i fjörunni lá fjöldi brotinna báta. Á
legunni var nú ekkert að sjá. Kútterinn hafði einnig orðið
veðrinu að hráð. En hann var hvergi að sjá i fjörunni. Hafði
hann sokkið? Nei, er betur var að gáð, sást skrokkurinn uppi i
klettunum úti undir höfða.
Þórður Jónsson gekk út eftir, til að athuga skipið. Það var
mikið brotið, og mundi taka langan tíma að gera við það.
Ýmislegt lauslegt, sem verið hafði um borð, var með öllu tapað,
hafði tekið út með útsoginu.
Það var þögult yfir kvöldborðinu hjá Þórði þetta kvöld.
Það var eins og þessi síðasta ógæfa fjölskyldunnar legðist
eins og skuggi yfir meðlimi hennar og varnaði þeim að láta
hugsanir sínar í Ijós. Það var ekkert hægt að segja, sem bætti
skaðann eða lífgaði nýjar vonir.
Valur reis fljótt upp frá borðum og gékk upp á herbergi
sitt. Er þangað kom kveikti hann sér í sígarettu og lagðist
upp í legubekkinn.
Að þetta skyldi einmitt þurfa að koma fyrir nú. Nú, þegai'
draumar hans voru loksins að rætast. Hann var svo til ferð-
húinn, ætlaði fyrst til Reykjavikur, og svo á listaskóla er-
lendis, þar sem honum hafði verið útvegað pláss.
Og einmitt nú þurfti þessi ógæfa að dynja yfir, eins og til
að skyggja á gleði hans. Það heyrðist þungt fótatak í stigan-
úm, sem siðan færðist inn ganginn að herbergisdyrum Vals.
Dyrnar voru opnaðar hægt, og Þórður, faðir Vals, gekk inn
fyrir þröskuldinn.
— Þú ert einn liér. — Hann leit yfir herbergið. Svipurinn
var alvarlegur og eins og hálfvandræðalegur. — Mig langaði til
að tala við þig nokkur orð —. Hann lét aftur hurðina, og
Valur settist upp. Þórður gekk inn gólfið og settist á stól-
Hann ræskti sig og starði út í herbergið. Það var eins og hann
ætti bágt með að hefja máls á því, er hann ætlaði. Valur slo
öskuna af sigarettunni og velti henni milli fingranna.
Þórður ræskti sig aftur. — Já, þú veizt nú hvað skeð hefur,