Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 32
376
DRAUMARNIR RÆTAST
EIMBEIÐIN'
Hann gæti ekki siglt þetta árið og ef til vill aldrei. Það var
óvíst hvort pabbi hans gæti nokkurn tima greitt honum pen-
ingana aftur. En þetta hafði verið skylda hans. Hann gat ekki
gert annað en lánað honum peningana. Valur fann til ánægjn
í aðra röndina, er hann hugsaði til þess að hann gat gert föður
sínum þennan greiða. Og alt í einu var eins og vonin vakn-
aði hjá honum aftur. Og í huga hans birtist myndin af Sæfellú
myndin, sem hann ætlaði að mála, og honum fanst að þrátt
fyrir alt ættu draumarnir samt eftir að rætast.
Fortíðarþankar.
[Frá Vestur-íslendingnum M. Ingimarssyni í Wynyard, Sask., hafa
Eimr. liorist eftirfarandi stökur, kveðnar til gamla landsins.]
Vonblóm dáin eru öll,
en mér háir tregi.
Ætíð þrái’ eg fslands fjöll,
aldrei sjá þó megi.
Ljós á Fróni fyrst ég leit,
firtur tjóni og baga,
æskuskónum af mér sleit
oft um gróna haga.
A æskubrautar blíðri tíð
bölið þraut í skyndi.
Berjaiaut og brattahlíð
buðu skraut og yndi.
Töfrafrítt var tún í sveit,
töðu nýttust gæðin.
Bjart og hlýtt um bygðan reit
brostu grýttu svæðin.
Ox þá löngum andans fjör,
ei var þröng í geði.
Lóan söng í lífsins kjör
Ijúfust föng og gleði.
Ennþá hljóður heim í fjörð
horfi í góðu næði,
vesturþjóða víðlend jörð
vörm þó bjóða gæði.
Innangátta í djúpadal
dulinn máttur leikur,
þar sem hátt í hamrasal
heyrist siáttur veikur.
Undan halla fæti fer,
fjörs því allur strengur
elligaila bleika ber,
brátt að falli gengur.
M. Ingimarsson.