Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1939, Page 33
eimueiðin Lýðháskólarnir 1 Danmörku. Eftir Bjarna M. Gislason. I. I fyrsta sinn í manns minni hafa danskir lýðháskólamenn tekið sér á hendur ferð til íslands, í félagsskap, nú í sumar sem leið. Um ferð þessa hefur verið mikið rætt í Danmörku, og hugmyndin er gömul, því heimaland Snorra hefur mörgum sinnum dregið hug danskra lýðháskólamanna til íslands. En félagsbundið ferðalag hefur ekki orðið að alvöru fyr en í ár. I^ess vegna er það alls ekki óviðeigandi að gera stutta grein fyrir hinum danska lýðháskóla, sem er einstakur í sinni röð. Lýðháskólahugmyndin er komin frá hinu andlega stórmenni, Prestinum og skáldinu Nikolai Frederik Severin Grundtvig, oftastnær aðeins kallaður síðasta nafninu. Hann er fæddur 8. september 1783, lifði undir fimm konungum og dó með penn- onn i hendi sér 2. september 1872. Hann hafði sterkari áhrif a danskt þjóðlíf en nokkur annar Dani fyr eða síðar, eða eins °g Matthías kemst að orði: „Enginn dró á danskri tungu dýpri tón úr stærri sál; í hans hjarta hörpur sungu heilla þjóða dvalinsmál." Annar norrænn skáldajöfur, Björnstjerne Björn- son, segir um hann: „Hans dagur varð hinn mesti, er Norður- lönd hafa séð.“ Og er það sannleikur, ekki aðeins hvað við- víkur langri æfi, heldur með hliðsjón af ritverkum hans, því voldugra lífsverk með pennanum hafa Norðurlönd aldrei séð Lá einum manni. Andlegt gildi hins grundtvígska danska lýðháskóla er fólgið í Persónuleikanum, andlegri reynslu og víðsýni kennarans, meira ea bókstafshundnum lærdómi hans. Maður verður að gerast förunautur nemandans og sálufélagi til að finna vorleysinguna °g vaxtarskilyrðin í brjósti hans, og geta hagað orðum sínum sem bezt eftir viðkvæmu og auðugu tilfinningalífi æskunnar. Lýðháskólinn í Danmörku hefur þegar frá upphafi átt því láni að fagna að eignast marga hæfileikamenn, sem ekki að- oins trúðu á málefnið heldur sáu það fara vaxandi, þótt stund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.