Eimreiðin - 01.10.1939, Page 42
386
LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU
eimreiðin
Ry-Iýðháskóli.
þess er gætt, að skóli hans liggur á þeim stað í landinu, seni
mikið er sóttur bæði af nemendum og einnig af ferðamönnum
víðsvegar að. Fyrir gestina eru stundum haldin smá-nams-
skeið með fræðandi fyrirlestrum um Norðurlönd.
Auk þeirra skóla, sem hér eru nefndir, eru yfir 50 lýðha-
skólar víðsvegar í Danmörku, og sækja þá milli 6 og 7000 nein-
endur á hverju ári. Meðal þeirra þektustu, að undanteknuin
lýðháskólanum í Askov, er lýðháskólinn i Ryslinge og í OHe"
rup á Fjóni. í Ollerup er einnig hinn heimsfrægi íþrótta-
skóli Niels Bukhs, sem mörgum íslendingum er kunnur. *
Sjálandi er „Grundtvigs lýðháskóli‘% sem er i nánd við Frið-
riksborgarhöllina, kunnastur. Honum er stjórnað af hinuni
þekta sagnfræðingi C. O. P. Christiansen, sem er einn af harð-
vítugustu forgangsmönnum norrænnar samvinnu og félags"
fræðslu. Hann hefur gert hið norræna málefni að lífsstai fi
sínu og breytt skóla sínum í norrænan lýðháskóla með nams
greinar um öll Norðurlönd. Auk þess hefur hann barist fyrl ’
að hugmynd Grundtvigs um lýðháskóla í Sórey yrði l’ram
kvæmd með því að stofna norrænan lýðháskóla í Gautaboig-
Gunnar Gunnarsson gekk feti framar og bar upp tillögu mn
stofnun háskóla (universitet) á sama stað. Báðar hugmynd
irnar ættu að geta komist í framkvæmd.