Eimreiðin - 01.10.1939, Page 49
eimheiðin
Landneminn.
Eftir
Gisla H. Erlendsson.
lleyr kalla annir á komumanninn
hinn knáa, sanna og sterka,
sem lífið finnur og lán sitt spinnur
úr löngun sinni til verka.
Iiann reisir hæinn og ræktar fræin
og rímar, plægir og skrifar,
og glimir vökull við gæfurökin
og Grettistökunum hifar.
Sá vinnuskörungur vex í kjörum,
sem verða kör hinum smáa,
Jió þrengslin særi hann, sjálfur færist hann
sífelt nær hinu háa.
1 erju-sviftingum anda lyftir hann
aldrei skiftur né hálfur,
þó stór sé skaði og stundarkvaðir,
er stærri maðurinn sjálfur.
1 útsæ fjarlægum eyjan var, sem hann
unni hvar sem hann dvaldi,
og hún var sú, sem í höndum húandans
hefti lúann og faldi,
hún hýr í vitund og vökuritum
hins vaska, stritandi sonar,
og hún er ímynd hins unga og nýja
í öllu því, sem hann vonar.