Eimreiðin - 01.10.1939, Page 50
394
LANDNEMINN
EIMREIÐIN
Hann yrkir betur en aðrir geta,
þó önn af metunum sníði,
og störfin vandar, þó stöðugt handan við
stritið andvakan bíði.
Ei fatast Ijóði með fossahljóði
á frelsi og gróður að kalla,
og sterk og lýsandi stefin rísa
á stuðlum íslenzkra fjalla.
Hann vítir tálið, og vit hans bálar
um vandamál allra þjóða.
í liróðri sést hann með hörpugestum,
sem hafa mest til að bjóða.
Alt vígir maðurinn vinnuglaður
í verki, það sem hann kendi,
og undrun vekur lwort óðinn tekur hann
eða reku í hendi.
Hann iðkar vandann: úr óbygð handa sér
óskalandið að vinna,
og þrisvar leitar að þessum reit,
svo var þráin heit til að finna.
Af ástarhótum var óskin mótuð
í auðnarrótina hörðu,
unz liófust blómin og honum Ijómaði
helgidómur á jörðu.
Á þennan rekk beit ei þraut né hlekkur,
sá þreyttist ekki að vaka!
Er lyftist dagur sveif litljufagur
um löndin bragur og staka,
af eljumóði var eftir Ijóði
í andans sjóðina grafið,
svo bjarma á veginn af bóndans degi
sló beggja megin við hafið.