Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Side 54

Eimreiðin - 01.10.1939, Side 54
398 SKULDASKIL eimreiðin Anna tók undir og lagði frá sér kassann um leið. — Átt þú líka leiði hérna í garðinum, spurði stúlkan. Anna svaraði engu. — Það gerir ekkert til, hélt hún áfram. Allir eiga leiði. Sumra leiði eru með dýrum steinum og hvítum marmara- dúl'um með stórum vængjum, alt vafið í rósaflúri. En aðrir eiga aðeins ógrónar moldarhrúgur. Nú kom stúlkan alveg til Önnu og tók um handlegginn á henni. — Finst þér ekki að leiðin ættu öll að vera eins? — Jú, sagði Anna, og svo datt henni ekki neitt annað í hug til þess að segja. — Ég vissi það, sagði stúlkan, og ég veit, að þeirn dauðu finst það líka. Þess vegna .... Nú dró niður í henni, og hún hvíslaði. — Þess vegna tók ég þessar litlu næturfjólur af leið- inu hans Guðmundar stóra. — Heldurðu að hann sakni þeirra? — Ekki skil ég það, sagði Anna, hálf utan við sig. Hún hugsaði nú um það eitt, hvernig hún ætti að sleppa sem fyrst í burt. — Nei, hvað ætli hann sakni þeirra. Ég þekti hann Guð- mund. Hann kom stundum til min. Það hafa svo margir komið til min. Líka fínir menn. — Hvað ætlarðu að gera við næturfjólurnar, spurði Anna, en dauðsá svo eftir spurningunni um leið og hún slepti orðinu. Henni lcom þetta ekkert við. Ég ætla að láta þær á leiðið mitt, á leiðið hans Simba míns. Anna kiptist við. — Þektir þú kannske hann Simba? Hann Simba sífulla, eins og hann var kallaður síðustu árin. Þú getur vel hafa þekt hann, þó að þú sért fín og falleg. Hann var einu sinn fínn og altaf fallegur í minum augum. —- Nei, ég þekti hann ekkert, sagði Anna nú ákveðið og losaði sig af henni. — Nei, auðvitað þektir þú hann ekki. Hvað ætli að þú hafir þekt hann. Það var ég, sem þekti hann. Þess vegna ætla ég að láta litlu næturfjólurnar á leiðið hans. Næturfjólur. — Nafnið á hreint ekki illa við. Þú vilt nú víst meina, að ég hafi ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.