Eimreiðin - 01.10.1939, Page 56
400
SKULDASIvIL
EIMREIÐIN'
ur að. En eitt kunni ég þó illa við. Hann kallaði mig altaf
Önnu síðustu dagana, sem hann lifði. .
— Af hverju heldurðu að hann hafi kallað mig Önnu, þegar
ég heiti Hrefna. Það eru þó ekki lík nöfn, — finst þér það?
— Nei, sagði Anna.
— Ég veit, að þú skilur það ekki heldur, þó að þú sért fín
og lærð og eigir bíl. Af þessu er það, að ég get ekki sofið á
nóttunni og ekki unnið á daginn.
— Dauðinn gelur ekki tekið neitt frá þeim, sem eitthvað
eiga. Hann tekur frá hinum, sem ekkert eiga.
— Nei, það getur enginn hjálpað mér.
Anna leit i kringum sig, eins og eftir einhverju úrræði. Þá
kom hún auga á kassann með rósunum, sem hún var alveg
búin að gleyma. Hún tók þær upp.
•— Sjáðu, Hrefna, sagði hún. Hérna eru þrjá rósir. Það er
svo mikil mold með rótunum að þær koma undir eins til. —
Viltu nú ekki þiggja þær af mér til þess að láta á leiðið?
Stúlkan leit spyrjandi á hana.
— Blómstra þær hérna úti? spurði hún svo.
— Já, þær blómstra hérna úti, sagði Anna. Ein er hvít og
tvær eru rauðar.
— Hvítar og rauðar rósir, endurtók Hrefna, hvað eftir
annað, og það hýrnaði yfir henni. Svo varð hún aftur kulda-
leg á svipinn og sagði:
— Ég skil ekki, af hverju þú ert að gefa mér rósir. Hvað
viltu fá í staðinn?
— Ég vil ekkert fá í staðinn, sagði Anna. Gerðu það nú fyrir
mig að taka við rósunum og lofaðu mér að hjálpa þér.
— Þú gefur mér rósirnar og ’S’ilt ekkert fá í staðinn. Það
var merkilegt.
Anna eyddi nú ekki fleiri orðum. Hún lagaði moldina á leið-
inu. Svo fekk hún stúlkunni rósirnar og hjálpaði lienni að
gróðursetja þær.
—• Þú gefur mér rósirnar, sagði hún þá, en ekki honum? —
Því ættir þú líka að gefa honum rósir? Samt er eitthvað í
þessu, sem ég skil ekki. Ég skil það kannske betur seinna.
— Auðvitað gef ég þér rósirnar, sagði Anna, og það var ekki
laust við óstyrk í röddinni.