Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 62
406
JÖKLARNIR — FRAMTÍÐARLAND
EIMnEIÐIÍ'"
1 bröttum skriðjökli. í djúpri jökulsprungu.
ferðalðg ekki orðið almenn nema við eigum fjölda æfðra
fjallaforingja. Höfuðborg vor einsömul hefur aflögu þennan
stofn: atvinnulausa unglinga, sem þurfa starf og áhugamál,
eigi síður en mat og klæði. Enginn getur að vísu heimtað, að
þúsund unglinga, valin af handahófi, velji sér starf fjalla-
foringja eða fjallavarða æfilangt, enda er þetta hlutverk æsk-
unnar (frá 18—25 ára), en ég fullyrði, að þeir sein hafa æft
íþróttir fjallanna í æsku, muni æfilangt njóta þess, livaða aðal-
starf sem þeir svo hafa með höndum.
Nú byggjum vér — félög og einstaklingar — skála eða sælu-
hús víðsvegar án samvinnu (skipulags), aðallega þó vúð hina
afræktu fjallvegi vora eða til skíðaiðkana. Hús þessi standa
auð mestan hluta árs.
Paradís l'jallamanna, suðurjöklarnir, hafa orðið útundan,
gleymst? Öræfajökull, sem er jafnoki frægustu tinda Alpafjall-
anna, er eigi fjölsóttari en svo, að bændur í Öræfum geta nafn-
greint og talið á fingrum sér þá, sem upp hafa gengið heikin
mannsaldu'r. Þó er útsýni af Hvannadalshnúk svo tilkoniu-