Eimreiðin - 01.10.1939, Page 64
408
JÖKLARNIR — FRAMTÍÐARLAND
eimbeidin
Hlöðufell, séð af Langjökli, — framhalcl þjóðgarðsins.
kaupmenskusniði og verða ósjálfrátt einkaeign peningafólks,
Ég hef ferðast nægilega mikið til að fá andstygð á slepju-
sltap þeim, sem loðir við þessi letingjahæli. Fegurstu blettir
Alpafjalla, Noregs og Kákasus eru nú hæli þeirra, er „tapaS
hafa andliti sinu“ í nautna- og óhófslífi. Þetta er sagt vegna
þess, að ýmsa dreymir um gjaldeyri í sambandi við fjallamál
vor, án þess að vita hvað þeim pundum fylgir.
Ekkert þroskar unglinga meir félagslega en íþrótta- og úti-
líf í sambandi við ýms störf við að bjarga sér og hjálpa öðr-
um. Háfjallastöðvunum yrði það líka kappsmál að vinna þjóð-
inni starf nokkurt, auk vega- og skálagerða, t. d. með því að
taka upp að nýju selstöður fyrir búfénað, og einnig nia'tti
auka hreindýrastofninn mjög fljótt með aðhlynningu og
pössun. Veiði í vötnum hálendisins mætti einnig auka.
Hinn merki vísindamaður, Guðmundur heitinn Bárðarson,
gerði eitt sinn merkilega áætlun um að friða og græða upp
svæðið kringum Hvítárvatn, sem nú er að eyðast af sandfoki-
Sá hann þá fyrir, að bygðin sunnan sanda (Upphólar—Hauka-
dalur) var í hættu. Vildi hann, að þarna yrði framhald þjóð-