Eimreiðin - 01.10.1939, Page 68
412
DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
eimreiðin
megnar ekki ein út af fynr
sig mikils í baráttunni viS
trylt náttúruöflin. Þar er
andinn máttugri, hin rólega
íhugun á því, hvernig kom-
ist verði á snið við þau eða
jafnvel hvernig megi not-
færa þau sér til framdrátt-
ar. Þó að líkamleg hreysti
Vilhjálms væri mikil, þa
var andlegt atgerfi hans
miklu meira, og fyrir það
vann hann hina glæsilegu
sigra.
Samlíking Vilhjálms Ste-
fánssonar á ferðaháttum
um íshafssvæðin við hin
ýmsu stig sjóferðanna (sjá
Heimsskautslöndin unaðs-
legu, I. bindi) er mjög ein-
kennandi fyrir framsetn-
ingu hans, ljós hverju barni
og rökvís. Meðan róið var
eða siglt um liöfin reyndi
oft mjög á hreysti og harðfengi sjófarenda, en Iítið eða ekki
eftir að gufuskipin komu til sögunnar, og gekk þó oft betur
og öruggar. Ferðahættir Vilhjálms svöruðu til gufuskipaferð-
anna á hafinu. Þrátt fyrir hamfarir náttúruaflanna leið hon-
um ávalt vel. Bezt var að ferðast meðan mestur var snjórinn
og alt samfrosið. Snjóhúsin voru því tryggari og hlýrri sem
meira var frostið, o. s. frv.
Vilhjálmur Stefánsson gerði uppgötvun strax á fyrstu norð-
urför sinni. Sú uppgötvun er merkileg fyrir það að vera svo
einföld, að okkur finst hún alls ekki merkileg. Norður á ís-
hafsströnd Ivanada lifði frumstæður þjóðflokkur hamingju-
sömu lifi, hafði nóg að bíta og brenna og meiri hita á líkam-
anum, vegna hagkvæmra húsakynna og hentugs fatnaðar, en
íbúar tempraða beltisins vfirleitt, þó að heimkvnnin væru ein-