Eimreiðin - 01.10.1939, Side 73
EIMREIÐIN
DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
417
Jafnt fyrir unga sem gamla. Við megum fagna því, að höfund-
urinn skuli vera af okkar bergi brotinn. Insti kjarninn í eðli
hans er ekki fenginn með uppeldi og mentun í annari heims-
ulfu, heldur er hann íslenzk arfleifð. Þó að líkamlegt þrek
hans sé mikið, eru andlegir yfirburðir hans ennþá meiri, enda
Ijóslega sannast, þar sem hann er, spakmæli Hávamála, þau
er sett voru sem einkunn yfir þessa örstuttu frásögn af ævi
hans, ritum og starfi. Sv. S.
nn •• f 1 • r ar
lvo smaljoo.
Góðan dag! — Góða nótt!
Brosir ylhýrt barnsins auga,
berst að eyrum dularlag.
Sólargeislar ljósi lauga
lífsins morgun. — Góðan dag!
Falla tár um fölva vanga,
foldin grætur, alt er hljótt.
Eftir ævi liðna, — langa
lokast augun. — Góða nótt!
Nótt.
Nóttin ilmi angar
yfir landið hljótt, —
nú rökkvar í hlíð og runni,
nú ríkir hin þögla nótt.
Nóttin æsku og elli
óminnisveigar ber.
Hljóðlega húmið vefur
heiminn í örmum sér.
Daggirnar drjúpa af stráum,
í draumanna gullnu skál.
Döggin er dreyri nætur,
en draumarnir hennar sál.
Jórunn Emilsdóliir.
•>’i