Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Side 82

Eimreiðin - 01.10.1939, Side 82
426 RITSJÁ eimreiðin á ]ieim timum aðeins sem mjólkurkú konungs og danskra kaupmanna, sein konungur þurfti að hafa sér hliðholla í haráttu sinni við aðalinn, og var því engin von, að liann mundi fallast á tillögur, sem rýrðu stórlega tekjur þeirra af viðskiftum við ísland. í riti þessu er fremst ævisaga Gisla Magnússonar. 1 upphafi er drepið mjög stuttlega á hag landsins og einkum islenzkra höfðingja á fvrra lielmingi 17. aldar. Lesandinn mundi óska, að sú greinargerð liefði verið miklu ítarlegri, því að starf Gisla verður hvorki skilið né metið réttilega, nema menn hafi nokkura þekkingu á þeim efnum. Næst er ritgerð sú, sem getið var um, á latínu, með islenzkri jiýðinga eftir útgefanda. Hún heitir: Greinargerð um fyrirætlun eða skýrsla um það, sem ég lief ásett. mér að koma í verk með tið og tíma á föðurlandi minu, eyjunni fslandi, með guðs hjálp og góðra yfirvalda ráði, og er dag- sett 16. sept. 1647. En fyrirætlanir lians eru i stuttu máli þessar: 1. Að koma á fót brennisteinsvinslu. 2. Ymiskonar önnur framleiðsla, svo seiu saltsuða, blásteins- og saltpétursvinsla. 3. Ræktunartilraunir. „Og mundi ég ætla, að hjá oss vaxi nú villijurtir, sem gæti nægt oss til fæðis, klæðn- aðar og lyfja, eflir þvi sem vér erum i veröld settir, svo að oss muni elcki skorta annað en þekkingu á þeim og öðrum velgjörðuin guðs og nátt- úrunnar." 4. Að hagnýta sér vatnafiska og vilta fngla betur en áður hefui’ gert verið. 5. Að reisa heimili og vinnuhæli handa ölmusumönnum og flakkaralýð. 6. Að stofna skóla á Þingvöllum fyrir höfðingjasyni, til þess að menta ])á og gera þá hæfa til þess að þjóna guði, konungi og fóstui- jörðu. 7. kaflinn er um helztu höfðingjaættir hér á landi. I 8. kafla ber Gísli fram óskir sínar um hlunnindi islenzkum höfðingjum til handa: al að þeim sé leyft að taka upp ættarnöfn til aðgreiningar frá alþýðu manna. li) að höfðingjum sé veitt skattfrelsi í hciðurs skyni, og býðst Gísli til þess að bæta konungi skaðann með bvi að koma á saltvinslu til ágóða fyrir konung. c) að stofnuð verði nýbýli á konungs- og kirknajörðuin, sem verði erfðalén höfðingja. d) að konungur endurnýi forn réttindi höfð- ingja, að þeim einum séu veittar sýslur og klaustur. e) að erfðafasteign- um höfðingja megi ekki farga úr ætt, en alþýðumönnum sé skipað að lijóða fasteignir til sölu i 4. lið skyldleika sins, er þeir vilja selja. í kafla fer Gisli fram á cinkarétt sér og föður sínum, Magnúsi lögmanni. til handa, til notkunar og vinslu allra inálma, sem hér kunna að finnast á konungs- og kirkjujörðum, gegn ákveðnu gjaldi. í 10. lagi vill Gísli mynda sjóð, sem sé eign rikisins: „Ríki vort á hvorki sjóð né tekjur .... ekki á það neitt lausafé (þó hlægilegt sé), ncma klukku eina á þingstaðnuni, sem hringt er á ákveðnum tímum til málaflutnings og dómsuppsagna a þingum. En klukka þessi sprakk fvrir 16 árum og gefur nú svo daufl liljóð frá sér, að varla hcyrist til liennar i lögréttu.“ Vill Gísli leggJa liluta af ágóða sinum af fvrirhugaðri málmvinslu í slíltan sjóð og að konungur geri eins, og enn hluta af tekjum kirkjunnar af kirkjujörðum- 1 11. lagi æskir Gísli þess, að sér verði falin forstaða allra þessara fram- kvæmda, og að sú staða gangi siðan að erfðum til næsta erfingja hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.