Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 92

Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 92
236 HIMNESK ÁST eimreibiN þegar ég fékk að taka utanum Ástu, það fengu allir, þá fékk ég líka að halda utan um Dúddu. Þannig leiddumst við. En til- finningin var öll í annarri hendinni, skilurðu. Það er ekki sama hold og hold. Og svo þegar við vorum að ganga upp á brekk- una um kvöldið, þar sem Dúdda hjó, þá missti Ásta hlekk úr armbandinu sínu niður á götuna. Hún sagði, að hann væri úr gulli, ég sagði, að hann væri úr kopar. Þá varð hún vond og hrinti mér. Ég tók þær þá báðar Undir hönd mér og settist með þær á grasi klædda vegarbrúnina og sagði, að bezt væri að bíða þangað til birti. Svo tuskuðumst við. Og þú veizt, hvernig það er að tuskast við kvenfólk. Það er eins og að berjast við vind- myllur. Bara kjólaþytur og skrækir. En ekkert er eftirsóknar- verðara. Þessi sífellda skipting, snerting og ekki snerting. Það er eins og með pólana í dyrabjöllunni. Af því kemur hringingin- En Adam var ekki lengi í Paradís. Við sáum herðabreiðan mann koma í áttina til okkar í tunglsskímunni. Fyrst í stað gaf ég þessu svo sem engan gaum. Hvað, mega ekki næturgöltarar halda sínu stryki fyrir mér? En stúlkunum mínum stóð auð- sjáanlega ekki á sama. Áður en ég vissi af, var Dúdda þotin frá okkur og gengin til móts við hann. Þau töluðust við í nokk- urri fjarlægð. Ég vissi hvorki út né inn, eins og þú getur skilið, starði ýmist út í hálfmyrkrið í áttina til dýrgripsins eða á Ástu? Þú veizt, hvílíkt ráðleysiskast getur gripið mann stundum, þegar eitthvað kemur jafnflatt upp á mann og ef sagt væri, að jörðin væri hætt að snúast. Ásta hallaðist að eyra mér og hvíslaði: „Klukkan er orðin yfir tíu. Hann er að sækja hana.“ „Hann? Hver?“ Ég þaut víst upp líkast áreittum ketti. Verði mér aldrei verra við. „Nú, auðvitað hann pabbi hennar.“ Ásta hálffirrtist af óvizku minni. Mér létti við og létti þó ekki, því nú voru þau að fara- Dúdda kallaði aðeins hálfbælt góða nótt, og svo þrömmuðu þau bæði, þéttvaxin og mikil að vallarsýn, út í nóttina. Ég held, að það hafi gengið vel að finna hlekkinn úr festinni. Að minnsta kosti fékk Ásta að leita í ró og næði fyrir mér. Ég hafði ekki meiri löngun til að fara höndum um hana en dauður selur. Það er sjálfsagt ekkert leiðinlegra til en að vera vinur eða vinkona þess, sem er elskaður. Þá er maður alltaf svo greinilega númer tvö. Sumum gengur vel að vera númer tvö, öðrum ekki-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.