Eimreiðin - 01.07.1959, Page 44
Farda.áas"
Þættir úr skáldsögu
eftir
Guðrúnu Jónsdóttur
frá Prestsbakka.
I.
Það er kominn 14. maí. í tvo mánuði hefur hún ákveðið
verið að hugsa um þennan dag, sem er eins og krossgötur, þar
sem verður að ákveða, í itvaða átt lialda skal. Það er nú reynd-
ar löngu búið að ákveða, hvert htin á að fara. Um mánaðamót-
in febrúar—marz kom Þorgerður á Horni til þess að sitja yfú
húsmóðurinni, og þá talaðist svo til á milli þeirra, að telpan
færi að Horni á krossmessunni. Það var kallað á telpuna inn
í hjónaherbergi, og húsmóðirin sagði henni frá þessu. Henni
brá svo við fréttirnar, að tár komu í augun á henni, og luin
lékk kökk í liálsinn, svo að hún gat varla svarað. En húsmóðirin
sá, hvað lienni leið og sagði, að ef henni væri það svona mikið
á móti skapi, þá skyldu þær ekki tala meira um það, eit Þor-
gerður á Horui yrði í vandræðum í vor, þegar systurdótth'
hennar færi, þess vegna hefði hún beðið um telpuna.
Hún fór út úr hjónaherberginu án þess að svara. Hún vissi
ekki, livert hún ætti að fara til þess að geta verið ein, alls stað-
ar var einhver, sem liorfði á hana og sá liana gráta. Að síð-
ustu fór hún inn í eldiviðargeyntsluna og grúfði sig yfir tað-
hlaðann og táraðist. Þó var eins og henni væri ekki ljóst, af
hverju hún grét. Var jrað af því að eiga að fara frá H jalln?
Hún var reyndar búin að vera þar í níu ár, svo að hún mundi
j