Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 20

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 20
KENNSLA HEIMA OG Í SKÓLA fyrir og yfirvöld mæltu með (Lög um fræðslu barna 1907, 1. gr., Skólablaðið 1914 (8.3) :38, Skjöl nr. 537). Þess er líka að gæta að ósjaldan áttu í hlut foreldrar sem voru ekki borgunarmenn fyrir þeim kennslukostnaði sem hefði hlotist af slíkri ráðstöfun. Undir þessum kringumstæðum eygðu úrbótasinnar það úrræði helst að færa prófskyldu barna niður fyrir aldursmark hinnar almennu fræðsluskyldu (tíu ára). Tillaga um að færa prófaldur barna niður í sjö ár kom fram hjá ónafngreindum höfundi í Skólablaðinu 1915 ((9,6):85). Þremur árum síðar talaði Magnús Helgason, skólastjóri Kennaraskólans, fyrir því að átta og níu ára börn yrðu prófskyld (Magnús Helgason 1918:15). Þessi tillaga var síðan tekin upp í frumvarpi opinberr- ar menntamálanefndar 1921 og samþykkt sem ákvæði í lögum um fræðslu barna 1926 (18. gr.).9 Þessu fylgdi ákvæði sem heimilaði prófdómendum að prófa á kostn- að framfæranda þau börn sem kæmu ekki til prófs án gildra forfalla (Mentamála- nefndarálit 1921-1922 111:24—25, Lög um fræðslu barna 1926,18. gr.). Um árangur af heimafræðslu eldri barna, 10-14 ára, voru meiningar deildari. Hvað varðar þau héruð sem höfðu einungis kennara til eftirlits með heimafræðslu, gætir mest neikvæðs álits hjá yfirvöldum. „Arangur þessarar kenslu er því oftast lítill: lítil kunnátta, eða utanbókarlærdómur, sem aflað er með mikilli fyrirhöfn en kemur í flestum tilfellum að litlu haldi," að sögn fræðslumálastjóra (Skólablaðið 1914 (8.3) :38). Nokkrir prófdómarar sem áttu við hann bréfaskipti virðast sama sinnis (Skjöl nr. 57, 216, 476) þótt undantekningar séu vissulega finnanlegar (Skjöl nr. 223). I umsögn sinni um eftirlitskennsluna bætir fræðslumálastjóri við: Þessi vandræða kensluaðferð, sem svo mikið ber á, á heimilum, stafar auðvitað af pví, að börnin vantar hjálp við námið, en almenningur hefur þá skaðlegu skoðun, að bækurnar beri beinlínis að læra utanað. Væri ekki ólíklega til getið, að pessi kensluaðferð ætti rót sína að rekja til utanbókarkenslu prestanna á kverinu og sögunum Ibiblíusögunum]. Samanborið við hina lítilsvirtu eftirlitskennslu fengu farskólinn og farskólakennar- ar tiltölulega góða umsögn, a m.k. framan af (Skjöl nr. 28). Að mati fræðslumála- stjóra var að vísu hætt við að kennslan yrði of bundin við námsbækurnar sökum hins skamma árlega kennslutíma. En kennararnir fengju þó tækifæri til að „kenna börnunum að nota bækurnar svo, að þau hafi þeirra full not" (Skólablaðið 1914 (8.3) :38—39). Hér er vísað til hinna löngu tímabila á hverju skólaári sem ætlast var til að farskólabörn notuðu til heimanáms meðan þau dvöldust heima. Um lengingu námstíma var að öllu jöfnu ekki að ræða hjá farskólabörnum á þriðja áratug aldarinnar þótt mælt væri fyrir um það í fræðslulögunum 1926 (Barnafræðslu- skýrslur árin 1920-1966:19-21). * Dæmi eru um aö einslök skólahéruð hafi ekki beðið eftir þessari lagasetningu til þess að skylda börn undir tíu ára aldri til þess að ganga undir vorpróf í lestri. Þetta var t.d. ákveðið með reglugerð í Vestmannaeyjum árið 1908. Með þessu móti átti að ganga úr skugga um hversu vanræksla heimilanna væri víðtæk. En þar sem engir foreldrar sinntu auglýsingunni, varð að senda „kennara inn á heimilin til að prófa börnin og áminna" (Þorsteinn Víglundsson 1963:133, sjá enn fremur Helgu Gísladóttur og Sesselju Kristinsdóttur 1981 [ópr.]:10). 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.