Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 39
ÞÓRIR ÞÓRISSON
Mynd 2
Villufjöldi (meðaltal) á sértekningarprófi
N=45 N=43
Sjö spurningar um hvern einginleika, ágiskunarskor = 3,5.
Hvað sértaka nemendur af reynslunni einni saman?
Flest bendir til að breytileiki tónvefs eftir stíl (þunnur - þykkur) hafi verið eina ein-
kennið sem nemendur dæmahópsins sértóku af sjálfsdáðum, byggt á reynslu þeirra
af tóndæmunum og endurgjöf varðandi flokkun þeirra. Þeir voru því sérlega ber-
skjaldaðir fyrir undantekningum dæma frá dæmigerðum tónvef (sbr. villur á A4,
B2, Y1 og Y4 í Töflu 5). Einhæfar tilvísanir dæmahópsnemenda í tónvefseinkenni til
stuðnings flokkun sinni á tóndæmum flokkunarprófsins styðja enn frekar þessa
ályktun.
Þótt þykkt tónvefsins hafi einnig verið nemendum einkennahópsins mikilvæg
flokkunarvísbending, voru þeir ekki eins háðir þessu eina einkenni. Eins og fram
hefur komið fólst þjálfun þeirra í upplýsingum um dæmigerð stíleinkenni ásamt
skýrum dæmum þar um. Færri villur, bæði í þjálfun og á eftirprófum, benda til að
þær upplýsingar hafi að jafnaði nýst þeim þrátt fyrir tíðar undantekningar dæma
frá hverju einstöku sérkenni. Þó fundust merki þess að undantekningar frá hinu
dæmigerða yllu meiri ruglingi í þessum hópi en í dæmahópnum. Það er að sjálf-
sögðu eðlilegt þegar um er að ræða einkenni sem nemendur í einkennahópi sértóku
að einhverju marki, en hinir ekki (sjá t.d. í Töflu 5 áhrif undantekningar frá slagi í
A5 og frá slagi og hendingum í Bl).
37