Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Side 49
SIGRÚN AÐALBJ ARNARDÓTTIR, KRISTJANA BLÖNDAL
Athugað var hvort kynjamunur kæmi fram á svörum við spurningu um hvort
unglingarnir hefðu prófað að reykja sígarettur (sbr. flokka í Töflu 1). I ljós kom að
algengara var að stúlkur í 9. bekk (60%) en piltar (49%) hefðu prófað að reykja
(^2(4)=2o,99, p<0,001). Þessi munur á reykingum stúlkna og pilta var ekki mark-
tækur ári síðar þegar unglingarnir voru komnir í 10. bekk (64% á móti 60%).
Taflal
Að hafa prófað að reykja sígarettur
Hefur þú prófað að reykja sígarettur?
Aldrei 1-2 skipti 3-5 skipti 6-9 skipti Oftar Samtals Fjöldi svara
Bekkur % % % % % %
9. bekkur 45 18 6 5 26 100 1279
10. bekkur 38 14 7 5 36 100 1080
Fjöldi þátttakenda 1994: N=1293; 1995: N=1083.
Unglingunum gafst kostur á að merkja við „Ég reyki ekki" þegar þeir voru spurðir
hve mikið þeir reyktu á dag. Við þessari spurningu sögðust 82% unglinganna í
9. bekk ekki reykja og 77% þegar þeir voru komnir í 10. bekk. Það voru því 18% í 9.
bekk sem höfðu þá mynd af sér að þau reyktu og voru stúlkurnar þar hlutfallslega
fleiri en piltarnir (20% á móti 15%, x2(l)=4,4, p<0,05). í 10. bekk höfðu 23% þá mynd
af sér að þau reyktu, en munur á stúlkum og piltum kom nú ekki fram (22% á móti
24%). Hlutfallslega litu fleiri því á sig sem reykingamenn í 10. bekk en árið áður
(5% +/-3,3%, p<0,05).
Tvær spurningar í listanum tengdust því að „prófa að reykja sígarettur" og
aðrar tvær „daglegum reykingum." I báðum tilvikum gætir tæplega 2% munar á
svörum. Nánar tiltekið sögðust 38% unglinga í 10. bekk aldrei hafa prófað að reykja
sígarettur en 40% aldrei hafa reykt fyrstu sígarettunar (sjá Töflu 2); 23% ungling-
anna tilgreindu hve mikið þeir reyktu á dag (77% sögðust ekki reykja sbr. hér að
ofan) en eins og sjá má í Töflu 2 sögðust 25% hafa byrjað að reykja sígarettur dag-
lega á ákveðnum aldri. Spurning er hvort rekja megi þennan 2% mun til mismun-
andi orðalags spurninganna. Önnur skýring á umfram prósentum í svörum við
spurningunni um hve gamlir þeir voru þegar þeir reyktu sígarettur daglega gæti
verið sú að einhverjir hefðu hætt.
47