Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Síða 56
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA
Tafla 7
Mat á áhættu við hassreykingar
Hversu mikla áhættu heldur þú að fólk taki með því að ...
Tölu- Fjöldi
Enga % Nokkra % verða % Mikla % Samtals % svara
prófa hass?
9.bekkur 3 8 15 74 100 1282
10. bekkur 6 14 16 64 100 1078
reykja hass öðru hverju?
9. bekkur 2 4 12 82 100 1284
10. bekkur 4 6 17 73 100 1079
reykja hass reglulega?
9. bekkur 2 1 2 95 100 1285
10. bekkur 3 2 5 90 100 1083
Fjöldi þátttakenda 1994: N=1293; 1995: N=1083
undan. Með öðrum orðum: um 10% færri unglingar í 10. bekk (64%) töldu fólk taka
mikla áhættu með því að prófa að reykja hass en þegar þeir voru í 9. bekk (74%:
10% munur +/-3,7%, p<0,05). Hlutfallið lækkaði einnig um 9% á milli ára í hópi
þeirra sem töldu fólk taka mikla áhættu með því að reykja hass öðru hverju (úr 82%
í 9. bekk í 73% þegar þeir voru komnir í 10. bekk: 9% munur +/-3,4%, p<0,05). Loks
voru 5% færri unglingar í 10. bekk (90%) en þegar þeir voru í 9. bekk (95%) sem
sögðu fólk taka mikla áhættu með því að reykja hass reglulega (5% munur
+/-2,1%, p<0,05).
Tengsl viðhorfa við hassneyslu unglingsins
Unglingunum var skipt í tvo hópa, þá sem einhvern tímann höfðu prófað hass og
þá sem aldrei höfðu reynt það. Könnuð voru tengsl á milli viðhorfa unglinganna til
hassneyslu fólks og þeirra eigin neyslu. Þeir unglingar, sem aldrei höfðu reykt hass,
tóku harðari afstöðu gegn hassreykingum fólks en hinir sem höfðu prófað hass.
Með öðrum orðum, tengsl komu fram á milli þess hvort unglingar í 9. bekk höfðu
sjálfir reykt hass eða ekki og viðhorfa þeirra til þess að fólk: a) prófi hass (r=0,40,
p<0,001), b) reyki hass öðru hverju (r=0,37, p<0,001) og c) reyki hass reglulega
(r=0,27, p<0,001). Ari síðar var fylgnin á sömu lund á milli eigin neyslu ungling-
anna og viðhorfa þeirra til að fólk: a) prófi hass (0,50, p<0,001), b) reyki hass öðru
54