Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 58
TÓBAKSREYKINGAR OG HASSNEYSLA
Loks skal draga fram, að af þeim sem prófað höfðu hass sögðust í 9. bekk 84%
bæði reykja sígarettur og drekka; 16% sögðust drekka en ekki reykja sígarettur að
staðaldri. I 10. bekk sagðist einnig meirihluti þeirra sem prófað hafði hass bæði
reykja og drekka eða þrír af hverjum fjórum; 23% þeirra sem prófað höfðu hass
sögðust drekka en ekki reykja sígarettur að staðaldri og 1,6% (tveir einstaklingar)
sögðust reykja sígarettur en ekki drekka. Ekki kom á óvart að enginn þeirra sem
hvorki drakk né reykti hafði prófað hass.
Mismunandi neysluhópar
Unglingunum var skipt í þrjá hópa eftir hassneyslu þeirra á milli ára. í hópi 1 voru
þeir sem aldrei höfðu prófað hass, þ.e. hvorki í 9. né 10. bekk (88,6% eða 926 tals-
ins). I hópi 2 voru þeir sem höfðu prófað hass í 10. bekk en ekki í 9. bekk (8,5% eða 89
talsins) og í hópi 3 voru þeir sem þegar höfðu prófað hass í 9. bekk (2,9% eða 30 tals-
ins). I Töflu 9 eru gefin dæmi um tóbaksreykingar og áfengisneyslu þessara hópa.
Fyrst skal skoða hvern hóp á milli ára. Eins og sjá má í Töflu 9 kom í Ijós að
tóbaks- og áfengisneysla þeirra sem aldrei höfðu prófað hass (hópur 1) jókst á milli
ára.21 hópi 2, þeirra sem höfðu prófað hass í 10. bekk en ekki í 9. bekk, kom einnig
fram aukin neysla á milli ára og má sjá að hún jókst verulega.3 Jafnframt má sjá, að
strax í 9. bekk var hátt hlutfall unglinga í hópi 3, þeirra sem þegar höfðu prófað hass
í 9. bekk, í mikilli neyslu tóbaks og áfengis. Þar sem þetta hlutfall var þegar orðið
svo hátt í 9. bekk, hækkaði það ekki marktækt á milli ára.
Samanburður á hópi 2 og hinum hópunum leiddi í ljós að þegar í 9. bekk var
þessi hópur bæði í meiri tóbaks- og áfengisneyslu en hópur 1 og hélst sá munur í 10.
bekk.4 Neysla hóps 2 var reyndar svo miklu meiri en hóps 1 að þótt neysla síðar-
nefnda hópsins hefði aukist á milli ára var neysla hans minni í 10. bekk en neysla
hóps 2 í 9. bekk.5
Hlutfallslega hafði þó hópur 2 ekki prófað að reykja eins oft og hópur 3 og á það
bæði við þegar þessir hópar voru í 9. bekk og í 10. bekk. Einnig reyktu að staðaldri
2 p<0,05: Reykt sígarettur 20 sinnum eöa oftar síðastliðið ár, 8% munur +/- 3,2%; reykja að staðaldri, 5% munur
+/- 3,0%; drukkið áfengi tíu sinnum eða oftar síðastliðið ár, 13% munur +/- 3,3%; drekka fimm eða fleiri glös í
hvert skipti, 10% munur +/- 3,2%.
3 p<0,05: Hlutfallslega fleiri í 10. bekk en í 9. bekk: höfðu reykt sígarettur 20 sinnum eða oftar síðastliðið ár (19%
munur +/- 13,8%); litu svo á að þeir reyktu sígarettur að staðaldri (29% munur +/- 14,0%); sögðust hafa
drukkið áfengi tíu sinnum eða oftar (37% munur, +/- 13,5%) og sögðust drekka fimm eða fleiri glös í hvert
skipti (36% munur,+/-13,8%).
4 p<0,05: Reykt sígarettur 20 sinnum eða oftar síðastliðið ár (9. bekkur: 44% munur +/- 10,6%; 10. bekkur: 55%
munur +/- 9,5); reykja að staðaldri (9. bekkur: 34% munur +/- 10,6%; 10. bekkur: 58% munur +/- 10,0%);
drukkið áfengi tíu sinnum eða oftar síðastliðið ár (9. bekkur: 30% munur +/- 10,4%; 10. bekkur: 54% munur
+/- 9,3%); drekka fimm eða fleiri glös í hvert skipti (9. bekkur: 26% munur +/- 10,1%; 10. bekkur: 52% munur
+/-9,9%).
5 p<0,05: Reykt sígarettur 20 sinnum eða oftar síðastliðið ár: 36% munur +/- 10,7%; reykja sígarettur að
staðaldri, 29% munur +/- 10,6%; drukkið áfengi tíu sinnum eða oftar síðastliðið ár, 17% munur +/- 10,5%;
drekka fimm eða fleiri glös í hvert skipti, 16% munur +/- 9,9%.
56