Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 70

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Qupperneq 70
SKOLASTARF OG MARKAÐSLOGM A LIN báðir á þá lausn að kennarar séu ráðnir til reynslu. Á reynslutímanum er kennara- efni undir handleiðslu reyndra kennara. Ef kennaraefni standa sig ekki að reynslu- tíma loknum er þeim gert kleift að hætta námi. Bæði í Bandaríkjunum og Englandi hefur þessi tilhögun verið reynd og við inntöku á kennaraefnum í kennaramenntun hefur verið reynt að beita persónuleikaprófum og hæfnisprófum í tengslum við inntökuviðtöl (Hargreaves 1988). Rökin fyrir því að minnka vægi uppeldis- og kennslufræða í kennaranámi virðast vera þau að kennsla sé handverk, sem lærist best með því að fylgjast með reyndum „meistara" í starfi, að fá leiðsögn hjá fyrirmyndarkennara í starfi og um leið fá tækifæri til að prófa sig áfram. Besti mælikvarði á kennarahæfileika eru við- brögð nemenda í kennslustofunni og sá aðili, sem best er læs á þessi viðbrögð, er auðvitað bekkjarkennarinn sem þekkir nemendur sína best. Onnur rök, sem haldið hefur verið fram í þessu sambandi, eru að ekki sé hægt að skrá eða gera sýnilega þá þekkingu sem einstakir kennarar búa yfir. Þessa þekkingu er ekki hægt að gera almenna, t.d. í kennaramenntun, þannig að hægt sé að prófa í henni og þróa skref fyrir skref. Þessi þekking sé svo samofin reynslu viðkomandi einstaklings að erfitt sé að yfirfæra hana til annarra. Þetta fyrirbæri er oft nefnt dulin þekking (á sænsku „tyst kunskap" en á ensku „tacit knowledge") (Johannessen og Rolf 1990). Heim- spekingurinn M. Polanyi hefur mikið fjallað um hina duldu þekkingu sem m.a. er að finna í gamla handverkinu, þ.e.a.s. persónuleg þekking sem erfitt er að skil- greina. (Fyrir áhugasama þá er „Knowing and Being" (1969) aðgengilegasta verk Polanyis.) Hins vegar vaknar sú spurning hvort ekki sé skynsamlegt og raunhæft að tengja þessa reynsluþekkingu við þær rannsóknir sem stundaðar eru við kenn- aramenntunarstofnanir. Slíkt samstarf ætti að geta stuðlað að því að þessi þekking yrði aðgengilegri og sýnilegri. Það er þverstæðukennt að þegar kennarar eru í auknum mæli að óska eftir aukinni kennslufræði og rannsóknum á því sviði skuli sú hugmynd koma upp að kennaramenntunin skuli færð út úr stofnunum. Vinnuaðstæður kennara gera það að verkum að það er erfitt fyrir þá að fylgjast hver með öðrum í starfi. Til að geta lært af athöfnum annarra og því félagslega ferli sem kennsla er þurfa kennarar að geta fylgst með kennslu hjá öðrum kennurum. Bekkjarkennarinn er einangraður og ber einn ábyrgð á því starfi sem fram fer í kennslustofunni. Vegna þessara aðstæðna, að sjá aldrei samstarfsmann að starfi, skortir kennara orð og hugtök, þ.e.a.s. fagmál, til að tala sín á milli um veruleika skólastarfsins. Þessi staðreynd gerir það að verkum að erfitt er fyrir kennara að lýsa starfi sínu, hvort sem er munnlega eða skriflega, fyrir öðrum og starfið verður á þann hátt ósýnilegt. Læknar þurfa í starfi sínu að skrifa sjúkraskrá þar sem sjúkdómsferli sjúklings er fylgt og gerð er grein fyrir sjúkdómsgreiningu og rökum fyrir ákvarðanatöku um meðferð. Líklegt er að sjúklingur komi aftur og þá er mikilvægt að hafa fyrri upplýsingar við höndina. Ekki eru gerðar sömu kröfur til kennara hvað þetta varðar, ef til vill vegna þess að kennarar skipta oft um nem- endahópa. Nefna má að á síðustu árum hefur verið unnið að því að rjúfa þessa einangrun kennarans með auknum stuðningi samkennara. Markmiðið með slíkum stuðningi er að styrkja kennara í daglegu starfi; kennarinn fær hjálp til að meta 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.