Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 8
214
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
um ljóðum Einars Benediktssonar, er fullkomið samræmi
þessa. Það er eitt af sérkennum máls hans, að vera
svona hart og sterkt og áherzlumikið. í þessu kvæði
felst það strax í fyrirsögninni: Útsær — tvö áherzlu-
þung atkvæði. Þetta er eitt af því, sem gefur máli Ein-
ars kraft og mátt, en jafnframt stirðleika. Enn fremur
má benda á, að atkvæðin eru langflest löng, þ. e. breið-
ir sérhljóðar eða tvíhljóðar: ó, í, ey o. s. frv., auk allra
hinna hörðu samhljóða-sambanda. Þannig t. d. ógn,
dýrðar, stór, bránni, hvíla.
Eínstök orS ^n hljómstyrkur og áherzla er ekki það
eina, sem gerir mál Einars Benediktssonar
sterkt og öflugt. Orðin, þessi hljómsterku og áherzlu-
þungu, eru líka að merkingu til máttug og voldug. Orð-
ið útsær er að vísu hljómmikið og áherzlufult, t. d. miklu
sterkara að því leyti en haf, en sem tákn fyrir hinn
mikla, volduga sæ er það þyngst og máttugast, og merk-
ingin gefur manni í rauninni fyrst réttinn til að leggja
á það þunga áherzlu. Þarna getur hvað magnað annað.
í kvæði Einars (og kvæðum hans) er hvert orðið af
öðru voldugt að inntaki. Hér í erindinu: eyðimörk, ógn,
dýrð, hamrafang — og ef litið er aftur eftir kvæðinu:
sædjúp, holskafl, öldustríð, segulfang, stjörnuhöll, firna-
ríki o. s. frv.
Samleikur
oríSa.
Og orðin, ein og aðskilin, slitin út úr sam-
hengi, geta þó ekki gefið nema mjög
daufa mynd af krafti málsins eða lífi þess
í djúpi hverrar hendingar. Það er samstilling orðanna,
hinna hljómsterku, áherzluþungu og táknmiklu, átök
þeirra, leiftrin, er kvikna milli þeirra, allar myndirnar,
sem þau bregða upp í líkingum og andstæðum, alt sam-
starf þeirra og félagslíf, er gerir ríki og mátt málsins svo
tilkomumikið og undravert. ,,Til þín er mín heimþrá“.