Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 63
IÐUNN „Með tímans straumi“. 263
sinnis staðfestar næstu vikurnar, enda kreppa og úr-
ræðaieysi yfir flestum starfsvegum landsins.
Og þó að dagarnir væru kyrrir og hæglátlegir á yfir-
borðinu, þá reyndist honum þetta millibilsástand næstu
mánaðanna afar óþægilegt. Hann var oft gripinn þessu
kynlega, bugandi eyruleysi, sem þjakar hraustum, starfs-
fúsum mönnum, þegar ekki verður hafst að.
Það var í rauninni engu líkara en að guðirnir hefðu,
rétt af rælni, varpað frá sér dálítilli völu út í lygnan
dægursæinn, og að til þeirra báruhringa, sem af þessu
risu, bæri að rekja þetta líf og fjör, þetta yndi og ham-
ingju í lífi Jóns Sæmundssonar, — en síðan var sem
bylgjuhringarnir drægjust saman aftur yfir höfði hans
og alt yrði slétt sem áður. —
Enn gat þó brugðið fyrir skrítnum, kankvísum
glömpum annað veifið. Einu sinni bar það til, að vél-
ritunarstúlkan, sem hann hafði skilað af sér, skokkað'
upp stigann, þar sem hann bjó, og bauð honum hæversk-
lega, en formálalaust að flytjast til hans, ef honum
væri einhver þága í því. — Flytjast, hvernig þá? —
Nú, svoleiðis. — Þetta varð augnablik að björtum, hlý-
legum glampa í hugskotinu. — Það var bersýnilegt, að
hann átti þó eitthvað það í fari sínu, sem heillaði fleiri
konur en eina. — Hún var nett og pipur, þessi unga
stúlka, rauðgult hár hennar liðaðist einkar snoturlega,
enda hafði sýnilega verið talsvert til þess vandað fyrir
stuttri stundu. En Jón stóð þó þarna eins og hálfgerður
rati, blíndi, brosti og afþakkaði með undur fávíslegum
orðum: „Eg held mér sé skammarminst að gifta mig
ekki oftar en einu sinni; en samt þakka eg yður inni-
lega fyrir þægilegheitin“, sagði hann. —
Æi-nei, hann var engu bættari með þess háttar, úr
því sem lcomið var. En hann vanhagaði á hinn bóginn