Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 99
IÐUNN
Umsókn til Alþingis.
305
aranum. í öðru lagi hefi eg borgað frænda mínum,
meistara Guðna, einmitt þessa sömu upphæð, 300 krón-
ur, fyrir ritdómana.
En þrátt fyrir þessa ágætu ritdóma er vafasamt, að
almenningur kunni að meta ritlist mína eða fái notið
hennar, svo í nokkru lagi sé, fyr en eg er kominn á ríkis-
sjóðinn. Mundi því styrkveitingin koma alþjóð til góða
öllu meira en mér sjálfum persónulega.
Þá vil eg taka það fram, að hingað til hefi eg ritað í
óbundnu máli. En eftirleiðis hefi eg hugsað mér að
leggja meiri áherzlu á ljóðagerð. Eg á þegar fullgerðar
í huganum allmargar ljóðagersemar, þar á meðal hinn
mikla kvæðaflokk: Astir og stjórnmál, sem rís með þess-
ari frumlegu og listrænu ljóðlínu:
Dí dí og bí bí og abba labba lí.
Eg vil geta þess strax, til að fyrirbyggja misskilning,
að ljóð mín eru ekki svo hversdagsleg, að hver maður
skilji þau við fyrsta yfirlestur, enda þykir mér ólíklegt,
að alþingismenn séu þeir andskotans þöngulhausar, að
þeir viti það ekki, sem allir aðrir vita, að ljóð eru því
meira virði og háfleygari sem þau eru torskildari.
Ef umbeðin upphæð skyldi þykja fullhá sem styrkur
til andlegra starfa, vil eg benda á það, að eg mundi geta
gengið inn á, til samkomulags, að vinna önnur störf
þessu samhliða í þarfir þjóðmenningarinnar, t. d. að
safna orðum úr alþýðumáli. Eg á nú þegar nokkurt safn
slíkra orða — milli 10 og 20 —, sem eg hefi sankað
saman og aldrei fengið grænan eyri fyrir. Þau orð eru
vissulega ekki á hvers manns vörum, því eg hefi búið
þau til sjálfur. Mundi eg sjá mér fært, ef til kemur, að
búa til fleiri. Auk þess veit eg um nokkur útlend orð,
sem vel mætti afbaka og gera að orðum úr alþýðumáli
í þessum skilningi.
IÐUNN XIX
20