Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 115
IÐUNN
Er kreppan yfirunnin?
321
hagsleg og menningarleg samskifti þjóðanna, en tor-
tryggnin vex að sama skapi. Það er þessi tortryggni,
öllu öðru framar, og óttinn við nýja styrjöld, sem rek-
ur þjóðirnar inn á þá óheillabraut að vilja vera sjálf-
um sér nægar í einu og öllu, hvað sem það kostar. Hver
í kapp við aðra rembast vígbúnaðarþjóðirnar við að
umskipa atvinnulífi sínu til algers heimabúskapar og
sjálfsbjargar, sem í öllu miðast við ófriðarástand og þá
einangrun, sem því fylgir. Smáþjóðirnar hökta á eftir,
nauðugar viljugar, sömu leiðina. En þessi stefna leiðir
okkur aldrei út úr kreppunni. Hún fer í þveröfuga átt.
Alt tal um að útrýma styrjöldum og varðveita frið-
inn er að verða hjal út í loftið, eins og nú er komið
málum. Það virðist ókleift að jafna hinar pólitísku and-
stæður nú á tímum. Hvernig á ríki, sem ekki óskar ann-
ars en að lifa í friði, að varðveita friðsamlega sambúð
við annað rfki, sem er grátt fyrir járnum og þar sem
ófriðarviljinn og hernámshugurinn er laminn inn í fólk-
ið frá blautu barnsbeini? Mr. Butler setur fram þessa
spurningu og veit ekkert svar við henni. Enda telur
hann sitt hlutverk vera það eitt, að kanna ástandið eins
og það er og leggja staðreyndirnar fram.
Öllum kemur saman um, að atvinnuleysið sé versta
átumein þjóðfélaganna nú á dögum. Og þegar krafist
er, að úr þessu sé bætt — atvinnuleysingjunum feng-
inn lífvænlegur starfi eða viðunandi framfæri að öðrum
kosti, þá er viðkvæðið alt af þetta sama: Við rísum
ekki undir því, peningarnir eru ekki til. En vígbúnaðar-
æðið segir nokkuð aðra sögu. Það hefir ómótmælan-
lega tekist í mörgum löndum að fá atvinnuleysingjum í
miljónatali verk að vinna, þegar þörfin á framleiðslu
morðtólanna kallar að. Þá er enginn hörgull á fé. Heim-
urinn er nógu ríkur til þess að geta fleygt miljörðum í
IÐUNN XIX 21