Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 94
300
Hljóðið.
IÐUNN
— En út yfir alt tóku þó drykkjuveizlur þessa lý'ðs,
sem háðar voru nær því á hverju kvöldi, þar keyrði
ósóminn fram úr öllu hófi. Hálfnakið og allsnakið veltist
það hvað innan um annað, en eg varð að bera því vín
og mat —- þegar hann var til. í einni slíkri veizlu hljóp
andstygðin með mig í gönur. Það var ball í stóra við-
hafnarsalnum. Veggirnir voru skreyttir vopnum og skjald-
armerkjum og salurinn lýstur með kertaljósum, og á
miðju gólfi stóð — hvað haldið þér, herra minn? —
uppbúið rúm. Og einu sinni, þegar eg kom inn með
meira vín, lágu tvö hjúin í rúminu, í fullkomnu algleymi
dýrslegra nautna, en hitt hyskið dansaði hlæjandi og
syngjandi í kring um rúmið.
Sögumaður minn lauk úr pelanum og þurkaði af sér
svitann. Hann var sýnilega svo á valdi minninga sinna,
að svo var sem hann lifði þetta alt upp aftur. Hann
skalf eins og hrfsla í vindi, og glóð vitfirringar glamp-
aði í augum hans. Hann hélt áfram:
— Þá var eins og eitthvað brysti innan í mér. Eg
þreif stóra marghleypu, sem hékk á veggnum og eg
vissi að var hlaðin, miðaði á hópinn og rak alt hyskið,
að þeim meðtöldum, sem í rúminu voru, með bölvi og
formælingum út í eitt salarhornið. Þau voru öll viti sínu
fjær af hræðslu.
— Þá var það, sem eg tók mína ákvörðun. Kaldur og
rólegur og viss um að iðrast ekki eftir neinu hleypti eg
af öllum skotunum inn í þennan hálfnakta, blindfulla
hóp. En þá kvað við þetta hljóð, sem fylgir mér enn.
Það líktist engu, sem eg hefi áður heyrt. Eg hefi heyrt
deyjandi menn hljóða og helskotin dýr, en þetta var
ekkert líkt því, það var eitthvað ónáttúrlegt. Hve mörg
þeirra ég hefi drepið, veit eg ekki, eg flýði þegar í stað.
Þetta var ekki langt frá landamærunum, mér tókst að
laumast yfir þau og komast inn í þessa lest.