Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 133
IÐUNN
Ólík sjónarmið.
339
„Ærer de unge“ (Heiðrið æskuna). Margir hafa teki'ð
þetta heróp upp eftir honum, og sjálfur hefir hann end-
urtekið þa5 margsinnis í skáldritum sínum.
Lífið mannskemmir (demoraliserer) okkur, hrópar
Hamsun. Og þessar mannskemdir fara í vöxt eftir því
sem á æfina líður. Ellin á ekkert tilkall til lífsins, eng-
an rétt til virðingar og valda. Öldungurinn er enginn
maður, að eins rústir af manni. Af honum er einskis að
vænta, og sjálfur hefir hann einskis að krefja. Og oft-
ast er maðurinn gamall frá fimtugu. Þá ber honum að
setjast í ofnkrókinn og orna sér. Ur því er hann ekki til
annars hæfur en að sitja. Og hvað á sitjandi maður að
gera með virðingu eða völd og metorð? Gefið honum
hlýja sokka; það er það eina, sem hann þarfnast, segir
Hamsun í einni af bókum sínum.
Fjórða boðorðið: Heiðra skaltu föður þinn og móð-
ur, ætti að strikast út. Það er gamalt austrænt valdboð,
sem gamlir menn hafa fundið upp sjálfum sér til vernd-
ar gegn réttmætum og sjálfsögðum yfirgangi æskunnar.
Því æskan á að vaða uppi og taka ráðin af ellinni.
Börnin skulu ekki taka hlýðniskyldu sína við foreldrana
alt of alvarlega. Boð foreldranna eða bann má aldrei
verða þeim fjötur um fót. Það eru foreldrarnir, sem
hafa sett börnin inn í heiminn, án nokkurrar tilhlutunar
þeirra sjálfra. Og foreldrarnir hafa skyldur að rækja
gagnvart börnunum, miklu fremur en börnin gagnvart
foreldrunum. Heiðurinn ber — ekki þeim gömlu, held-
ur æskunni. Það er æskan, sem á framtíðina. Hennar er
mátturinn og dýrðin, virðingin og valdið.
Og í einni af bókum sínum, ljóðleiknum „Munken
Vendt“, gengur Hamsun jafnvel enn skör framar. Þar
er því haldið fram, að þó til kunni að vera einhver guð
og skapari allra hluta, þá eigi mennirnir honum hreint