Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 146
352
Eva.
IÐUNN
honum komi það því ekkert við. En hann segir þeim
aftur á móti, að þeir skuli bara halda kjafti og ekki
vera að hugsa um sig, því þeir séu jafn-vitlausir og
allir aðrir á þessari bölvuðu kollu.
„Jæja, kunningi", segir einn þeirra, „þá tökum við
þig þrifalega og bindum þig“. — „Ha, hæ, binda, tal-
ar þú um að binda, bölvaður þrællinn, binda, linda,
rinda, trinda, þinda“.
Meðan á þessum orðahnippingum stóð, höfðu félag-
amir þrír komið óeirðarseggnum alla leið að stiganum
og fóru nú að feta sig upp eftir honum. Gekk einn á
undan og hélt í buxnasmekk sykurtopps, en tveir gengu
að baki og studdu. En niður í lestina drundu hás köll-
in: „Ha, hæ, talar þú um að binda, bölvaður þrællinn,
binda, rinda, trinda, linda, þinda“.
I horninu Iogaði rafljósið, en að öðru leyti var alt
komið þar í sitt fyrra far. Þó sá eg, að þremenningun-
um leið ekki sem bezt í birtunni og þeirri opinberun,
sem hún hafði valdið.
Eg reis því ósjálfrátt á fætur, skrúfaði úr peruna og
stakk henni í vasa minn.
Mig var í raun og veru farið að langa til að kynnast
þessu fólki, sem bygði lestarhornið. Konan var ung að
sjá og mjög falleg, og piltarnir geðþekkir. Fyr um nótt-
ina hafði hlátur þeirra verið svo innilegur og hvískur
þeirra svo blítt, að það hafði sömu áhrif á mig og heill-
andi hljóðfæraleikur, sem flytur fögnuð og trega í senn.
Þar, sem eg húkti á skolprörunum, með gráa ryk-
frakkann undir rassinum og forláta stafinn milli hnjánna,
kom heimspekin aftur til mín í lit og líki júlínæturinn-
ar, með gamla rómantík í vasanum, um dögg á Edens
aldinreinum, þar sem aldrei sjást nema tveggja spor.