Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 108
314 Samvinna norrænna þjóða. IÐUNN
i
varið. Dómstóllinn komst síðan að ákveðinni niðurstöðu
og dæmdi samkvæmt henni. Dómurinn féll auSvitað öðr-
um í vil, en hinum í óhag. En bæði löndin sættu sig viS
dóminn, og endir var þar með bundinn á máliS. Hjá
flestum ef ekki öllum öðrum en Norðurlandaþjóðunum
hefði slík deila orðið ófriðarefni og haft meiri eða minni
blóðsúthellingar í för með sér. Slík lausn á deiluefni er
vitanlega fyrst og fremst að þakka því, á hve háu
menningarstigi Norðurlandaþjóðirnar standa, og þeirri
vináttu og friðarvilja, sem þar ríkir, og unnist hefir með
margra ára kynningu og samstarfi milli þessara þjóða.
Norðurlandaþjóðirnar eru ekki voldugar, en samt, eins
og hinn þekti friðarvinur, Lord Cecil, segir, er alt af
spurt um skoðun þeirra í alþjóðamálum. Hvers vegna?
„Af því“, segir hann, „að þau láta sér nægja með að
lifa fyrir sig og vinna að eflingu sinnar sérstæðu menn-
ingar og láta aðrar þjóðir í friði gera slíkt hið sama, ef
þær óska þess. Afleiðingin er sú, að skoðun Norður-
landaþjóðanna á alþjóðamálum er óhlutdræg og óháð
öðrum“.
Starf Norræna félagsins er nú fyrir Iöngu viðurkent
sem þýðingarmikill þáttur í sambúð Norðurlandaþjóð-
anna, enda nýtur það nú orðið opinbers styrks, og ýms-
ir áhrifamenn hafa gefið því stórgjafir, eins og t. d.
Wallenberg bankastjóri í Svíþjóð og Mowinckel, fyrv.
forsætisráðherra í Noregi, sem hvor um sig hafa gefið
félaginu um 100 þús. krónur. Félagsmönnum fjölgar
stöðugt. Hér á landi eru félagsmenn nú um 500. Margir
hafa gengið í félagið síðustu dagana, og ný deild stofn-
uð á ísafirði á Norræna daginn, en önnur var fyrir tveim
árum stofnuð á Akureyri. Margir skólastjórar töluðu við
mig utan af landi fyrir Norræna daginn og ræddu um
fyrirkomulag hátíðahalda í skólunum. Munu einhver há-