Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 90
296
Hljóðið.
IÐUNN
sé þér eruð drenglyndur maður, fórnið þér þessari nótt
fyrir mig. Munduð þér ekki reisa upp barn, sem hefði
dottið á götunni? Eigið þér ekki koníak? Eruð þér Eng-
lendingur?
Eg var alveg hissa á þessari romsu, fór aftur hikandi
að bekknum og settist. — Eg er ekki Englendingur, en
eg er á Ieiðinni til Englands. Því miður á eg ekkert
koníak, en gæti ef til vill útvegað það. Það væri senni-
lega gott fyrir yður. Eruð þér ekki svangur?
Hann snaraðist að jakka sínum og dró upp úr vasa
sínum stóra pylsu. — Eg á þetta enn þá, það gaf mér
kona tvær pylsur og brauð, skömmu áður en ég komst
yfir Iandamærin.
Þetta fór að verða dálítið æfintýralegt, og af því mér
var horfinn allur svefn, ákvað eg að finna þjóninn vin-
gjarnlega og vita, hvort hann gæti ekki látið mig fá
koníak handa þessum einkennilega ferðafélaga mínum,
en eg hét því með sjálfum mér, að hann skyldi fá að
meðganga glæp sinn fyrir mér í launa skyni, svo eg hefði
þannig eitthvað fyrir svefnránið.
Þjónninn fékk mér pjáturspela og sagði, að eg skyldi
láta manninn drekka alt úr honum, svo hann sofnaði.
Þegar eg kom aftur, var hann að enda við að rífa í sig
pylsuna og Ieit nú miklu rólegri út. Hann horfði þakk-
látlega á mig, meðan eg skrúfaði tappann af pelanum.
Augnaráð hans var nú vingjarnlegt og svo barnslegt, að
manni virtist óhugsandi, að þetta væri fullþroska mað-
ur. Það var auðséð, að hann var í eðli sínu blíður, ef
vel var að honum látið, en hins vegar skaut fram í svipn-
um annan slaginn einhverju óstýrilæti, einhverri skelf-
ingu eða ástríðu. Eg var samt ekki á því að láta hann
sleppa án þess að meðganga og sagði með rómi, sem cg
hélt, að mundi líkjast þýzkum valdsmannsrómi: — Fyrst