Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 69
IÐUNN
Maxim Gorki.
275
sama hátt og þoka líkist regni. — í „Tuttugu og sex og
einn“ segir Gorki frá atburðum, sem gerðust í þann
tíma, er hann vann í brauðgerðinni í Kasan. Lokaðir
inni í gluggalausum kjallara vinna tuttugu og sex nem-
ar í kæfandi hita að því að hnoða deig og baka bollur.
- Eini Ijósgeislinn í tilveru þeirra er barnung stúlka, sem
kemur á hverjum degi til þess að sækja brauð. í aug-
um þeirra er hún engill, sem enginn lætur sér detta í
hug að snerta. En svo kemur nýr maður í braúðgerðina,
spjátrungur mikill, fyrverandi liðsforingi. Hann er vel
búinn og snýr yfirskeggið upp á við. Af eðlisávísun hafa
piltarnir hina megnustu óbeit á honum, en þegar hann í
gráu gamni býður þeim veðmál um það, hvort hann
muni geta komist yfir ungu stúlkuna, veðja þeir við
hann, en skammast sín eftir á eins og hundar yfir að
hafa látið fleka sig til slíks athæfis. Með ótta og kvíða
fylgjast þeir með tilraunum hans. Þeir geta ekki að sér
gert að dást að honum, en þeirra innri maður engist af
þjáningu, þegar þeir sjá, hve sigurinn er honum auð-
veldur. Nú eiga þeir engan engil framar að dreyma um.
Hryggir og vonsviknir lúta þeir niður að deigtrogunum.
Það eru draumar og vonsvik ungrar ástríðu, sem
Gorki tekur til meðferðar í þessum sögum. Og það er
sigur ástarinnar í ýmsum myndum yfir ófrýnd tilver-
unnar og grályndi, yfir sjúkdómum og dauða. Astin
heimtar sinn heilaga rétt, handan við öll siðaboð. Hæst
nær hann ef til vill í sögunni ,,Á timburflotanum". Flot-
inn berst niður eftir Volga-fljóti, með hjón ein og vin
þeirra um borð. Maðurinn liggur fyrir dauðanum, talar
óráð og er að hálfu Ieyti utan við þenna heim. Hin
unga, föngulega kona situr við stýrisárina. Klæðnaður-
inn fellur þétt að fagurgerðum líkama hennar. Óvið-
ráðanlega taka ástarþræðirnir að spinnast á milli henn-