Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 155
Bækur.
I. íslenzk fræíSirit.
Halldór Hermannsson: The Problem of
W i n e 1 a n d. Islandica XXV. Cornell Univer-
sity Press, 1936. 4 —|— 84 bls.
í þessari bók hverfur Halldór enn einu sinni að efninu um
fund Vínlands og leggur fram álit sitt um heimildir vorar og
gildi þeirra í ljósi hinna síðustu rannsókna. Það mun ekki
ofmælt að segja, að enginn hafi allan þann fjölda af ritum,
sem um þessar frægu ferðir hafa verið skrifuð, jafn-full-
komlega á valdi sínu og Halldór, og hitt mun ekki síður rétt,
að flestum mundi honum fremur hætt við drukknun í því
flóði.
í aðalatriðum hefir skoðun Halldórs eltki breyzt mikið frá
því, sem hann hefir látið í ljós í fyrri greinum um ritin og
ferðirnar. Eins og G. Storm, Finnur Jónsson og Matthías
Þórðarson tekur hann frásögn Hauksbókar hreinlega fram
yfir sögn Flatcyjarbókar, sem margir útlendingar hafa vilj-
að gera mikið úr. Hann hyggur enn fremur, að saga Hauks-
bókar sé í aðalatriðum sönn, bygð á traustri arfsögn. Um
leið Karlsefnis fylgir hann enn sömu skoðunum og hann lét í
Ijós í Geographical Review (XVII., 1927, bls. 107—14) fyrir
nálægt 10 árum. Virðist þessi leið að öllu samanlögðu ekki
ósennileg, — sízt ósennilegri en aðrar tilgátur.
í tveim köflum ræðir hann um „Norrænar minjar og áhrif
á meginlandi Ameríku" *) og „Afleiðingar af fundi Vínlands“
og kemst að neikvæðri niðurstöðu í báðum tilfellum. Hann
neitar þannig, eflaust með réttu, að trúa á gildi hinna ýmsu
*) Það er undarlegt, að aldrei skuli hafa verið grenslast
eftir amerískum minjum á Grænlandi. Hafi Grænlendingar
jafnaðarlega farið til Marklands eftir viði, ætti að mega
sjást minjar hans í rústum og kirkjugörðum á Grænlandi.
Hvi hefir það aldrei verið rannsakað?