Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 158
364
Bækur.
IÐUNN
Matthías skrifar, auk þess er registur mannanafna, og er þaS
góðra gjalda vert, enda ómissandi.
Eins og að líkindum lætur er Matthías einn af skemtileg-
ustu bréfriturum 19. aldarinnar, og voru þó margir góðir,
þó eigi séu aðrir nefndir en Gröndal og Eiríkur Magnússon.
Af þessum þrem var Gröndal, svo sem kunnugt er, elztur og
mun hafa haft áhrif á þá yngri, en sjálfur hefir Gröndal
víst gengið í skóla hjá þeim absurd-kómisku Pjölnis-mönn-
um. Hitt er satt, að öllum þessum mönnum hættir stundum
við þvættingi, og ekki er þvættingurinn minstur hjá Matthí-
asi. En brjóta skal legg til mergjar og hnot til kjarna, og
verða menn að fyrirgefa vaðalinn fyrir andríkið og neista-
flugið. Og eitt af því bezta við bréf Matthíasar er það, hve
létt og óþvingað þau hafa flotið úr penna hans, líkast því
sem hann sæti og rabbaði við menn í mæltu máli. Það er
víst, að mönnum leiðist ekki, meðan Matthías hefir orðið.
II. Bækur um pólitík og trúmál.
RauSir pcnnar. Safn af sögum, ljóðum
og ritgerðum eftir nýjustu innlenda og erlenda
höfunda. Heimskringla, Reykjavík, 1935. BIs. 318.
Fyrir rúmum hundrað árum sendu íslenzkir áhugamenn í
Kaupmannahöfn heim til landa sinna tímarit, sem boða
skyldi lýðnum nýjar hugsjónir, hugsjónir í samræmi við tíð-
arandann, hugsjónir, sem áttu að lyfta þjóðinni til frelsis,
sjálfstæðis og menningar á komandi öld. Tímaritið var
Fjölnir; því var ekki vel tekið, en samt braut það um þver-
bak tveggja alda dansk-lúterska þróun máls og hugsunar-
háttar á íslandi og markaði stefnuna, sem fylgt var alla
síðustu öld og fram á vora daga. Jafn-skýr tímamót hafa
ekki síðan orðið í hugsunarhætti og bókmentasmekk íslend-
inga fyr en á vorum dögum með ritum Þórbergs Þórðarson-
ar og einkum sögum Halldórs Kiljan Laxness. Þar er um að
ræða eigi að eins nýjan stíl og nýja bókmentastefnu, heldur
einnig nýja stefnu í mannfélagsmálunum: kommúnismann,
síðustu öldu einstaklingsfrelsisins, ölduna, sem ríður um
kamb sinn yfir til nýs stjórnlyndis, einræði lýðsins.
Þessa stefnu hafa Rauöir pennar tekið að sér að boða ís-