Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 74
280
Maxim Gorki.
IÐUNN
Hann hóf aftur opinber mótmæli, þegar zarinn 9. janúar
1905 lét hefja skothríð á verkamenn Pétursborgar, er
þeir efndu til friðsamlegrar skrúðgöngu að Vetrarhöll-
inni, með myndir af honum sjálfum og helga dóma í
fararbroddi, til þess að afhenda landsföðurnum hógværa
bænarskrá um bætt kjör, en þessi villimannlega og mein-
ingarlausa árás varð meira en þúsund saklausum mönn-
um að bana. í það sinn var Gorki varpað f fangelsi, en
þetta athæfi valdhafanna rússnesku vakti aftur mótmæla-
storm um gervalla Evrópu. Eftir að hann hafði verið
látinn laus, hvarf hann á brott úr Rússlandi. — Enn hóf
Gorki opinber mótmæli, þegar lýðveldið franska styrkti
zarstjórnina með stórlánum, og hann spáði því, að rúss-
neska þjóðin myndi, er hennar tími kæmi, neita einum
rómi að greiða aftur þessa blóðpeninga, sem væri varið
til að framlengja líf hinnar verstu og grimmúðgustu
harðstjórnar, er sögur færu af í hinum siðaða heimi.
Sá spádómur rættist, svo sem kunnugt er.
Maxim Gorki var fyrsti rithöfundurinn — þeirra, er
heimsfrægð hafa náð, sem hneykslaði borgarastéttina
með því að gerast opinber málsvari hinnar byltingar-
sinnuðu verklýðshreyfingar og draga rauða fánann að
hún. Nú er hann ekki lengur einn síns liðs. Það þarf ekki
annað en nefna nöfn eins og Theodore Dreiser, John
dos Passos, Upton Sinclair, B. Traven, Romain Rolland,
André Gide, Martin Andersen-Nexö, André Malraux,
Henri Barbusse o. fl. til þess að sanna, að nú hefir hann
fríða fylgd. En áður stóð hann einn. Vinsældir hans sem
skálds meðal borgarastéttarinnar biðu líka við það mik-
inn hnekki. Mestur hluti þess, sem um hann finst skrifað,
er skrifað fyrir 1905. Á síðasta áratugnum fyrir heims-
styrjöldina var undarlega hljótt um nafn hans.
En það var einmitt á þessum árum, sem Gorki skrif-