Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 17
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
223
tímis myndir hafsins og mannlífsins, að þær skína á víxl
hver gegnum aðra og kveikjast saman margvíslega. Það
er lögmál í kvæ'ðinu og sést í flestum hendingum þess,
en þó mest útfært í þessu erindi:
— Eg minnist þín löngum, heimur hverfulla mynda,
í hópnum, sem kemur og’ fer í voldugum borgum,
með óma, sem líða í öræfi hverfandi vinda,
með andlit, sem rísa og sölckva á streymandi torgum.
Bylgjur stynja og deyja í fjöldanna flóði.
Þar finnast ei blóðdropar tveir, sem að öllu jafnast.
Og eins er hvert brimtár og andvarp þitt, sem safnast
í öldustríðsins máttuga, drukknandi hljóði.
En einhvers staðar á alt þetta líf að hafnast,
og einhver minnisstrengur nær hverju ljóði.
Heildar ^essar andstæður og líkingar, sem birt-
bygging ast 1 bverri hendingu kvæðisins og eru
kvæðisins. lögmál fyrir sjón skáldsins, koma líka
fram í heildarbyggingu kvæ'ðisins. í raun-
inni má segja, að mestur hluti kvæðisins sé útfærsla á
fyrstu hendingu þess: eyðimörk ógna og dýrðar. Hún
spennir yfir þær andstæður, sem síðar speglast full-
komnar í erindum kvæðisins. Við lestur kvæðisins skýr-
ist þessi hending æ betur, skáldið fyllir út handa lesand-
anum myndir, sem hann hefði annars orðið að uppgötva
sjálfur innan þeirra vídda, er hendingin opnaði. í hend-
ingunni eru ákveðin ytri mörk þeirra andstæðumynda,
er hafið býr yfir. I erindunum bregður skáldið síðan
upp nokkrum þessara mynda, og einkum þannig, að
hinar ólíkustu standi saman, svo andstæðurnar verði
sem skýrastar. Þannig kemur í einu erindi mynd haf-
kyrðarinnar:
— Hafkyrðin mikla legst yfir látur og hreiður,
en lágeislinn vakir á þúsund sofandi augum.