Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 80
286
Maxim Gorki.
IÐUNN
rithöfundafélög sameinuð í eitt öflugt samband undir
forsæti hans. Þegar á árinu 1914 hafði hann gert til-
raun aS mynda samband allra öreigaskálda heimsins og
gefið út rit í því skyni. Nú féll honum í skaut sá heiður,
tuttugu árum seinna (1934), að stjórna alþjóðlegu rit-
höfundaþingi, sem haldið var í Moskva. Róttækir andar
um allan heim líta nú upp til hins gamla meistara og
hylla hann. Aðstöðu hans í þessu tilliti er að eins hægt
að jafna við aðstöðu Voltairs á Ferney, Goethes í
Weimar eða Tolstojs á Jasnaja Poljana. Og með undrun
og aðdáun sjáum vér, að þessi maður, sem hefir gengið
í gegnum svo margvíslegar þjáningar og barist svo
lengi og ótrauðlega, hann á enn í elli sinni starfsorku til
að láta heiminum í té ný listaverk. Byltingin og upp-
byggingin í Rússlandi virðist hafa leyst úr læðing ótak-
markaðan sköpunarkraft hið innra með honum. Sem
skáld hefir hann aldrei verið dýpri og voldugri en nú.
Á árunum 1922—24 skrifaði Gorki nokkrar smásög-
ur, er síðan var safnað í bók: ,,Bláa lífið“. í þessari
bók stendur skáldið enn á hátindi listar sinnar. Þar finst
meðal annars ein hamstola historía um þyrkingslegan
verksmiðjueiganda, sem þjáist af ofurást á leikkonu
einni. Hann eltir hana á röndum, og það breytir engu,
þótt einkabróðir hans, sem honum þykir þó vænt um,
skjóti sig hennar vegna. Þegar hún leikur, hímir hann
að tjaldabaki með blómvendi. Hann borgar reikninga
hennar og stjanar við hana á allar lundir. Hún launar
með því að leggjast með hinum og öðrum, en honum
neitar hún um alt. En svo er það kvöld eitt, þegar hún
er farin að nálgast fertugsaldurinn, að hún kallar hann
til sín. Hún hefir eyðilagt líf hans, nú vill hún bæta fyrir
það. Svo fallast þau grátandi í faðma, og hann gleymir
bæði himni og jörð. „Var það nú indælt að vera hjá