Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 88
294
Hljóðið.
IÐUNN
og fötin hans, eða það af þeim, sem hann var nú í (hann
hafði farið úr jakkanum), voru einna líkust samkvæmis-
fötum, en þau voru öll með leirslettum og sumstaðar
rifin, og lakkskór hans voru eins og hrip. Eg reyndi að
gera mér grein fyrir þjóðfélagslegri stöðu hans, og
komst helzt að þeirri niðurstöðu, að hann væri rakari,
sem hefði verið í samkvæmi, orðið fullur og tapað glór-
unni.
— Ef það væri ekki þetta hljóð, sagði hann og horfði
á mig með skelfingu í augnaráðinu, þá mundi eg vera
eins sæll og þér, herra minn.
— Fellur yður illa hljóðið í hjólunum? spurði eg.
— í hjólunum? — Eg vildi bara, að það léti svo hátt
í þeim, að eg heyrði ekki annað, þá skyldi eg aldrei
fara héðan út aftur.
— Það er hitt hljóðið, sagði eg. Eg hafði heyrt, að
menn með ölæði heyrðu stundum undarleg hljóð, eins
og þeir sjá flugur og rottur.
— Heyrið þér það líka? spurði hann forviða.
Eg vissi ekki, hverju eg átti að svara, en vildi fyrir
hvern mun vera á sama máli og hann. — Jú, eg held
eg heyri það, sagði eg hálfhikandi.
— Nei, herra minn, sagði hann og reyndi að stilla sig
og sýnast óvitlaus. Þetta hljóð getur enginn heyrt nema
eg — eg einn, skiljið þér það?
Eg skildi að vísu, að enginn nema hann einn mundi vera
svo vitlaus að heyra annað hljóð hér en nauðið í hjól-
unum og eimpípublásturinn, sem kvað við, þegar við
mættum norðurlestinni, en mig var farið að hálflanga
til að stríða honum til þess að vita, hvort hann kynni
ekki að ranka við sér eða láta mig í friði.
— Fræðilega séð, sagði eg, er ekkert það hljóð til,
sem aðeins einn maður getur heyrt, nema enginn ann-