Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 81
IÐUNN
Maxim Gorki.
287
mér?“ spyr hún á eftir og hlær. Hann verður þess var,
að það, sem fór þeim á milli, lætur hana með öllu
ósnortna, og hann sígur aftur niður í sína fyrri eymd.
Hann vill ekki halda áfram. Það er ást, sem hann þráir,
og hana getur hún ekki veitt honum. En hann eltir hana
eftir sem áður, getur ekki rifið sig lausan. Svo kemur
óhugleg lýsing á því, hvernig þessi misheppnaða lista-
dís, sem finnur ellina nálgast og kynorkuna fjara út,
hendir sér út í algert taumleysi og svall og hvernig hún
að lokum þvingar hann, sem alt af er á hælum henni
eins og tryggur hundur, til að neyta ítrustu orku til þess
að fullnægja henni. Eftir dauða hennar opnar þessi í
sannleika lánlausi elskhugi búðarholu í einni af hjágöt-
um borgarinnar, og þar selur hann bréfspjöld af örlaga-
dís sinni eins og hún leit út í sínum ýmsu leikhlutverk-
um. A einu bréfspjaldi er hún Maria Stuart, á öðru Ofe-
lia, á hinu þriðja Nóra o. s. frv. — í sögunni „Kara-
mora“ kryfur Gorki af miklum meistaraskap hinn innra
mann byltingarsinnans, sem svíkur hugsjón sína og end-
ar með að ganga á mála hjá lögreglunni. í annari sögu
— „Hetja“ — kafar hann sálardjúp keisarasinnans og
íhaldsmannsins fyrir byltinguna. Þarna er líka að finna
sögur, er bregða ljósi yfir ýmsa atburði frá borgara-
styrjöldinni, frábærar að sálfræðilegri skarpsýn. Bláa
lífið — það er hillingin, draumurinn, sem fær oss til að
flýja veruleikann og endar seinast í vitfirringu — það
er ástríðan, sem tryllir oss og sviítir oss ráði og rænu
— það er ráðleysið í lífi þess, sem ekkert markmið á,
og loks er það vitsmunalífið hreinræktað, slitið úr
tengslum við allar mannlegar kendir, sem, þegar öllu
er á botninn hvolft, einar megna að gera lífið þess vert
að lifa því. Dæmi þessa síðasttalda er Karamora, hinn