Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 13
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
219
ist: „þar er ekki hljómi líft né geisla af degi“. Ur lífi
djúpsins er þessi mynd: „Þar sækja hafsins múgar sinn
óraróður“. Alveg fyrirvaralaust er brugðið upp fyrir
augu manns myndinni hafsins múgar, sem felur í sér
líkingu með lífi hafsins og mannfélaginu, og í sömu
hendingu er tekin önnur mynd úr starfslífi manna:
sækja róður. Það má ef til vill deila um, hvort sú mynd
er vel heppnuð. Stórbrotin er hún ekki í þessu sam-
bandi, en þunga þessa lífs og erfiði tekst skáldinu vel að
sýna með myndinni, ekki sízt með viðskeytinu óra- —
sækja óraróður.
Eg hefi að eins nefnt þessi dæmi úr tveim
Logmalm vísurilj en um ajt kvæðið, í hverri hend-
skáldsins. ‘n§u þess> leiftra sýnirnar. Hvar sem við
AndstœSur og förum um kvæðið, sjáum við líkingum og
einíng. andstæðum ofið og brugðið inn í hend-
ingarnar, svo að þær glitra og blika af
lífi og kvikum myndum. Alt viljum við sjá og athuga,
en það er ekki hægt að hafa augun alls staðar. Ekkert
er meira freistandi en að sökkva sér niður í athugun
hinna einstöku mynda, njóta þar auðs, máttar og lífs.
En þá berst fyr en varir svo margt í hugann, bregður svo
ótal leiftrum fyrir augun, að allri útsýn um kvæðið er
hætt. Til þess að villast ekki í hinum fjölskrúðuga og
þétta gróðri kvæðisins er nauðsynlegt að fylgja ákveðn-
um leiðum innan þess. Og þær leiðir eru til. Það eru
sambönd með myndum þess, líkingum og andstæðum.
Við þurfum ekki að stilla okkur um af nýju við hverja
mynd, sem kemur. Þær koma sem íramhald hver af ann-
ari, innan sama sviðs, er þær lýsa upp eða útfylla betur
og betur. Þær eiga sér takmörk og ákveðin lögmál. Og
verði þau fundin, þá gerist hvort tveggja í senn, að
miklu léttara er að átta sig á öllu innan kvæðisins, og