Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 52
258
„Með tímans straumi".
IÐUNN
hefði hæft öllu hærra ris, meiri þróttur og glæsileiki,
því ósjálfrátt höfðu menn einatt sett hana í samband við
hefð og hæðir. En skapsmunum hennar var þó hins veg-
ar þannig háttað, að óvíst er, hvort hún hefði þolað
hvassa brún, stæltan vilja eða nokkurn vott yfirdrotn-
unar. Svo, þegar öllu var á botninn hvolft, þá var henni
ef til vill þessi brosmildi, snoppufríði hæglætismaður
hentug fylgd, og að líkindum naut hún hans og, að ein-
hverju leyti, í frumstæðri hvöt.--------
„Jón, í kvöld förum við í leikhúsið, þú heyrir það,
Jón“.
,,Já, ástin mín, eg heyri það, — í kvöld förum við
í leikhúsið“.
„Þú gætir þess að koma heim af skrifstofunni ekki
seinna en klukkan hálf sjö. Þá borðarðu, rakar þig og
hefir fataskifti“.
„Eg get líka rakað mig núna, ef vill“.
„A því liggur ekki fyr en í kvöld, þú rakar þig og
hefir fataskifti, þegar búið er að borða“.
„í hverju á eg að vera, góða mín?“
„Við tölum um það í kvöld. — Kemur heim klukkan
hálf sjö, mundu það“.
„Kem heim klukkan hálf sjö, — minnist þess“.
Tarna voru algeng orðaskifti, úlfúðarlaus, en ákveðin
skipun annars vegar, skilyrðislaus hlýðni hinum megin.
— Og þó voru leikhúsgöngur jafnaðarlegast einhver
verstu verkin, sem Jóni voru ætluð, nema þá því að
eins, að um hreina gamanleiki væri að ræða, svo mað-
ur mætti eftirlitslaust gefa sig hlátrinum á vald. Hinir
sjónleikarnir aftur á móti, til dæmis þessar svokölluðu
þjóðfélagsádeilur, það var kynlegri útbúnaður en svo,
að hann gæti skemt sér við. En þó kastaði tólfunum í
harmleikunum; þarna steðjuðu társtokknar konur um